Enski boltinn

City-menn komnir upp í 2. sætið | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City lyfti sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 0-2 sigri á Bournemouth á Vitaly Stadium í kvöld.

Þetta var þriðji sigur City-manna í röð en þeir virðast vera komnir aftur á beinu brautina. Bournemouth hefur aftur á móti tapað þremur leikjum í röð og er í 14. sæti deildarinnar.

Raheem Sterling braut ísinn þegar hann skoraði af stuttu færi á 29. mínútu. Þetta var fimmta mark hans gegn Bournemouth á ferlinum. Skömmu áður hafði hann átt skot í stöng.

Simon Francis og Jack Wilshere, leikmenn Bournemouth, þurftu báðir að fara meiddir af velli í fyrri hálfleik, sem og Gabriel Jesus, framherji City.

Heimamenn voru vel inni í leiknum en sjálfsmark á 69. mínútu gerði út um vonir þeirra. Boltinn fór þá af varamanninum Tyrone Mings og í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki og City fagnaði 0-2 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×