Ísland mun að óbreyttu ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 14:15 Frá byggingu kísilvers í Helguvík en aukning losunar gróðurhúsalofttegunda er mest vegna stóriðju. Vísir/GVA Að óbreyttu stefnir í að Ísland muni ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Kveðið er á um skuldbindingarnar í Parísarsamkomulaginu en Alþingi fullgilti samkomulagið síðastliðið haust. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Ísland og loftslagsmál en stofnunin vann skýrsluna að beiðni umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir kynnti skýrsluna í Háskóla Íslands í dag og afhenti Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fyrsta eintakið. Í skýrslunni kemur fram að spáð er aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda um 53 til 99 prósent til ársins 2030 sé miðað við árið 1990. Sé kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu tekin með er aukningin heldur minni eða 33 til 79 prósent en aukning losunar er mest í stóriðju. Í ágripi skýrslunnar segir að „aðgerðaáætlun í loftslagsmálum frá 2010 miðaði að því að útstreymi án stóriðju og án bindingar með landgræðslu og skógrækt yrði 9% minna árið 2020 en árið 1990 og 32% minna árið 2020 án stóriðju en með bindingu. Nokkuð vantar á að þessi markmið náist. Útstreymi ársins 2014 án stóriðju var 6% meira en útstreymi ársins 1990, en 10% minna ef binding var tekin með.“ Eigi þau markmið og þær skuldbindingar sem Ísland hefur einsett sér að ná í samræmi við Parísarsamkomulagið að standast þurfa að koma til mótvægisaðgerðir til þess að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Greindar voru 30 mótvægisaðgerðir með tilliti til kostnaðar og ábata. Sumir kostir eru dýrir, aðrir kosta tiltölulega lítið og sumir skila jafnvel fjárhagslegum nettóábata. Skýrslan greinir tæknilega möguleika á að draga úr losun og auka kolefnisbindingu, en tekur fram margt hafi áhrif á hvort samdráttur í losun verði í raun, s.s. stjórnvaldsákvarðanir, olíuverð og fleiri þættir. Að óbreyttu stefni í að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030, en slíkt sé hins vega mögulegt ef gripið verði til frekari mótvægisaðgerða,“ segir á vef umhverfis-og auðlindaráðuneytisins.Skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftræstikerfum. 15. október 2016 09:39 Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Hvert hitametið af öðru hefur verið slegið á jörðinni á þessu ári sem verður það heitasta frá því mælingar hófust. Jörðin er að senda mannkyninu alvarleg viðvörunarmerki. 16. september 2016 20:52 Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum. 4. nóvember 2016 11:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Að óbreyttu stefnir í að Ísland muni ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Kveðið er á um skuldbindingarnar í Parísarsamkomulaginu en Alþingi fullgilti samkomulagið síðastliðið haust. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Ísland og loftslagsmál en stofnunin vann skýrsluna að beiðni umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir kynnti skýrsluna í Háskóla Íslands í dag og afhenti Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fyrsta eintakið. Í skýrslunni kemur fram að spáð er aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda um 53 til 99 prósent til ársins 2030 sé miðað við árið 1990. Sé kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu tekin með er aukningin heldur minni eða 33 til 79 prósent en aukning losunar er mest í stóriðju. Í ágripi skýrslunnar segir að „aðgerðaáætlun í loftslagsmálum frá 2010 miðaði að því að útstreymi án stóriðju og án bindingar með landgræðslu og skógrækt yrði 9% minna árið 2020 en árið 1990 og 32% minna árið 2020 án stóriðju en með bindingu. Nokkuð vantar á að þessi markmið náist. Útstreymi ársins 2014 án stóriðju var 6% meira en útstreymi ársins 1990, en 10% minna ef binding var tekin með.“ Eigi þau markmið og þær skuldbindingar sem Ísland hefur einsett sér að ná í samræmi við Parísarsamkomulagið að standast þurfa að koma til mótvægisaðgerðir til þess að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Greindar voru 30 mótvægisaðgerðir með tilliti til kostnaðar og ábata. Sumir kostir eru dýrir, aðrir kosta tiltölulega lítið og sumir skila jafnvel fjárhagslegum nettóábata. Skýrslan greinir tæknilega möguleika á að draga úr losun og auka kolefnisbindingu, en tekur fram margt hafi áhrif á hvort samdráttur í losun verði í raun, s.s. stjórnvaldsákvarðanir, olíuverð og fleiri þættir. Að óbreyttu stefni í að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030, en slíkt sé hins vega mögulegt ef gripið verði til frekari mótvægisaðgerða,“ segir á vef umhverfis-og auðlindaráðuneytisins.Skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftræstikerfum. 15. október 2016 09:39 Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Hvert hitametið af öðru hefur verið slegið á jörðinni á þessu ári sem verður það heitasta frá því mælingar hófust. Jörðin er að senda mannkyninu alvarleg viðvörunarmerki. 16. september 2016 20:52 Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum. 4. nóvember 2016 11:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftræstikerfum. 15. október 2016 09:39
Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Hvert hitametið af öðru hefur verið slegið á jörðinni á þessu ári sem verður það heitasta frá því mælingar hófust. Jörðin er að senda mannkyninu alvarleg viðvörunarmerki. 16. september 2016 20:52
Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum. 4. nóvember 2016 11:33