Doc Rivers gefur Steve Kerr ráð: Ekki reita Russell til reiði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 20:30 Steve Kerr og Doc Rivers. Vísir/AFP Doc Rivers þekkir það vel að stýra liði í Stjörnuleik NBA-deildarinnar og ef hann ætti að gefa Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors og liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum á sunnudagskvöldið gott ráð þá væri það að hætta að hugsa um halda sínum leikmönnum ánægðum í Stjörnuleiknum. Rivers hefur nú sagt frá því að hans hernaðaráætlun í Stjörnuleikjum hafi verið að passa upp á það að þeir leikmenn, sem gætu möguleika unnið hann í komandi úrslitakeppni, væru ánægður með sitt hlutskipti í Stjörnuleiknum. „Ég passaði upp á það að þeir elskuðu mig, það er hinir leikmennirnir,“ sagði Doc Rivers, núverandi þjálfari Los Angeles Clippers. „Ég vissi að mínir menn elskuðu mig og ég þurfti því ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Rivers. ESPN segir frá. Ráð Rivers eru því að halda mönnum eins og Russell Westbrook ánægðum. Golden State Warriors hefur reyndar unnið Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum í vetur og það þótt að Westbrook hafi skilað frábærum tölum. Það er samt alltaf hættulegt að reita Russell til reiði enda spilar hann nógu reiður fyrir. Steve Kerr er með fjóra leikmenn Golden State Warriors í liði Vesturdeildarinnar og hann ætlar sér að setja þá alla fjóra saman inná völlinn á einhverjum tímapunkti. Kevin Durant, Stephen Curry, Klay Thompson og Draymond Green verða því inná með einhverjum einum öðrum, kannski bara Russell Westbrook. Hver vildi ekki sjá þá fimm saman. Doc Rivers sagði líka frá því að hann hafi rætt við leikmenn síns liðs í Stjörnuleiknum og spurt þá út í þeirra væntingar til komandi leiks. „Ég vildi ekki lenda í því að mæta manni í næsta leik sem væri staðráðinn í að skora 50 stig á mitt lið. Ég var því góður í því að fara til manna og spyrja þá hreint út hvað þeir vildu spila mikið í Stjörnuleiknum,“ sagði Doc Rivers. Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fer fram í New Orleans á sunnudagskvöldið kemur en hann verður að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Doc Rivers þekkir það vel að stýra liði í Stjörnuleik NBA-deildarinnar og ef hann ætti að gefa Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors og liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum á sunnudagskvöldið gott ráð þá væri það að hætta að hugsa um halda sínum leikmönnum ánægðum í Stjörnuleiknum. Rivers hefur nú sagt frá því að hans hernaðaráætlun í Stjörnuleikjum hafi verið að passa upp á það að þeir leikmenn, sem gætu möguleika unnið hann í komandi úrslitakeppni, væru ánægður með sitt hlutskipti í Stjörnuleiknum. „Ég passaði upp á það að þeir elskuðu mig, það er hinir leikmennirnir,“ sagði Doc Rivers, núverandi þjálfari Los Angeles Clippers. „Ég vissi að mínir menn elskuðu mig og ég þurfti því ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Rivers. ESPN segir frá. Ráð Rivers eru því að halda mönnum eins og Russell Westbrook ánægðum. Golden State Warriors hefur reyndar unnið Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum í vetur og það þótt að Westbrook hafi skilað frábærum tölum. Það er samt alltaf hættulegt að reita Russell til reiði enda spilar hann nógu reiður fyrir. Steve Kerr er með fjóra leikmenn Golden State Warriors í liði Vesturdeildarinnar og hann ætlar sér að setja þá alla fjóra saman inná völlinn á einhverjum tímapunkti. Kevin Durant, Stephen Curry, Klay Thompson og Draymond Green verða því inná með einhverjum einum öðrum, kannski bara Russell Westbrook. Hver vildi ekki sjá þá fimm saman. Doc Rivers sagði líka frá því að hann hafi rætt við leikmenn síns liðs í Stjörnuleiknum og spurt þá út í þeirra væntingar til komandi leiks. „Ég vildi ekki lenda í því að mæta manni í næsta leik sem væri staðráðinn í að skora 50 stig á mitt lið. Ég var því góður í því að fara til manna og spyrja þá hreint út hvað þeir vildu spila mikið í Stjörnuleiknum,“ sagði Doc Rivers. Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fer fram í New Orleans á sunnudagskvöldið kemur en hann verður að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira