Áskorun til Brynjars Níelssonar Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 10:55 Í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra stóð Félag um foreldrajafnrétti fyrir fundi með frambjóðendum, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða málefni umgengnisforeldra, -einkum þau er varðar umgengnistálmanir. Kom fram á fundinum að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt ályktun þess efnis að skilgreina ætti ástæðulausar umgengnistálmanir sem ofbeldi í lögum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar tók undir sjónarmið Framsóknarflokksins og sagði Brynjar Níelsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að hann hefði þá þegar samið frumvarp þess efnis. Ástæðulausar umgengnistálmanir eru gróft, kynbundið ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilis. Engin raunveruleg ráð eru til í lögum til að stemma stigu við því ofbeldi, og til að bæta gráu ofan á svart, hafa sýslumenn gerst sekir um að standa vörð um slíkt ofbeldi, -bæði með aðgerðarleysi sínu en einnig með ómálefnalegri málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumannsembættunum. Það gera þeir án þess að byggja ákvarðanir og málsmeðferð á sjónarmiðum barnaverndaryfirvalda. Opinber gögn sýna að um 500 tálmunarmál veltast um hjá sýslumönnum á ári hverju, en óhætt er að áætla að fjöldi þeirra sé mun meiri. Samtök umgengnisforeldra telja brýnt að ástæðulausar umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi í lögum, þannig að tálmunarmál verði samstundis að barnaverndarmáli þegar þau koma á borð sýslumanns. Samtökin telja óhæft, og ekki í samræmi við reglur stjórnsýsluréttar um málefnaleg valdmörk, að sýslumaður sé að taka ákvarðanir út frá sjónarmiðum barnaverndar, heldur þurfa slíkar ákvarðanir að vera á hendi barnaverndaryfirvalda. Mikilvægt er að allar ákvarðanir um málefni skilnaðarbarna séu grundvallaðar á vandaðri málsmeðferð og málefnalegum sjónarmiðum. Sú er ekki raunin í dag! Samtök umgengnisforeldra skora á Brynjar Níelsson að leggja fram frumvarp sitt um umgengnistálmanir fram á Alþingi, svo það fái þinglega meðferð. Mikilvægi þess að slíkt frumvarp verði samþykkt á Alþingi er augljóst. Hins vegar er einnig mikilvægt að kjósendur fái að vita, hvaða stjórnmálamenn og hvaða stjórnmálaflokkar eru fylgjandi eða á móti slíku frumvarpi, og hvaða sjónarmið liggja þar að baki. Á framboðsfundinum fékk Brynjar standandi lófaklapp feðra vegna afstöðu sinnar til málaflokksins. Er hann nú hvattur til að standa við stóru orðin og leggja fram frumvarp gegn ástæðulausum umgengnistálmunum. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldraGunnar Kristinn Þórðarson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra stóð Félag um foreldrajafnrétti fyrir fundi með frambjóðendum, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða málefni umgengnisforeldra, -einkum þau er varðar umgengnistálmanir. Kom fram á fundinum að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt ályktun þess efnis að skilgreina ætti ástæðulausar umgengnistálmanir sem ofbeldi í lögum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar tók undir sjónarmið Framsóknarflokksins og sagði Brynjar Níelsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að hann hefði þá þegar samið frumvarp þess efnis. Ástæðulausar umgengnistálmanir eru gróft, kynbundið ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilis. Engin raunveruleg ráð eru til í lögum til að stemma stigu við því ofbeldi, og til að bæta gráu ofan á svart, hafa sýslumenn gerst sekir um að standa vörð um slíkt ofbeldi, -bæði með aðgerðarleysi sínu en einnig með ómálefnalegri málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumannsembættunum. Það gera þeir án þess að byggja ákvarðanir og málsmeðferð á sjónarmiðum barnaverndaryfirvalda. Opinber gögn sýna að um 500 tálmunarmál veltast um hjá sýslumönnum á ári hverju, en óhætt er að áætla að fjöldi þeirra sé mun meiri. Samtök umgengnisforeldra telja brýnt að ástæðulausar umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi í lögum, þannig að tálmunarmál verði samstundis að barnaverndarmáli þegar þau koma á borð sýslumanns. Samtökin telja óhæft, og ekki í samræmi við reglur stjórnsýsluréttar um málefnaleg valdmörk, að sýslumaður sé að taka ákvarðanir út frá sjónarmiðum barnaverndar, heldur þurfa slíkar ákvarðanir að vera á hendi barnaverndaryfirvalda. Mikilvægt er að allar ákvarðanir um málefni skilnaðarbarna séu grundvallaðar á vandaðri málsmeðferð og málefnalegum sjónarmiðum. Sú er ekki raunin í dag! Samtök umgengnisforeldra skora á Brynjar Níelsson að leggja fram frumvarp sitt um umgengnistálmanir fram á Alþingi, svo það fái þinglega meðferð. Mikilvægi þess að slíkt frumvarp verði samþykkt á Alþingi er augljóst. Hins vegar er einnig mikilvægt að kjósendur fái að vita, hvaða stjórnmálamenn og hvaða stjórnmálaflokkar eru fylgjandi eða á móti slíku frumvarpi, og hvaða sjónarmið liggja þar að baki. Á framboðsfundinum fékk Brynjar standandi lófaklapp feðra vegna afstöðu sinnar til málaflokksins. Er hann nú hvattur til að standa við stóru orðin og leggja fram frumvarp gegn ástæðulausum umgengnistálmunum. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldraGunnar Kristinn Þórðarson
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun