Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa eini Englendingurinn sem skoraði um helgina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfie Mawson raðar inn mörkunum.
Alfie Mawson raðar inn mörkunum. vísir/getty
Alfie Mawson, miðvörður Swansea og samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar, var eini enski leikmaðurinn sem skoraði í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Mawson skoraði gull af marki þegar hann klippti boltann á lofti í netið í mikilvægum 2-0 sigri Swansea á Leicester þar sem Gylfi Þór lagði að sjálfsögðu upp sigurmarkið.

Þessi 23 ára gamli miðvörður hefur hlotið gríðarelga gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu en hann virðist vera nýr maður undir stjórn Paul Clement. Ekki bara hefur varnarleikur hans skánað heldur er Mawson búinn að skora þrjú mörk á nýju ári, þar af tvö í síðustu þremur leikjum.

Í úttekt BBC um leiki helgarinnar er farið yfir það, að enginn annar Englendingur skoraði í úrvalsdeildinni þessa helgina nú þegar styttist í vináttuleik Englands og Þýskalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, er auðvitað að fylgjast með en þetta er sagt ákveðið áhyggjuefni fyrir hann.

Harry Kane var í byrjunarliði Tottenham en ógnaði ekki marki Liverpool á meðan Marcus Rashford og Danny Welbeck spiluðu ekki mikið fyrir Manchester United og Arsenal. Wayne Rooney var ónotaður varamaður hjá United og Daniel Sturridge var í sama hluterki hjá Liverpool.

Tveir aðrir framherjar sem gætu laumað sér í enska hópinn í mars; Jermaine Defoe og Andy Carroll, gerðu heldur ekki mikið þar sem þeir voru meiddir og ekki að spila vel. Miðjumenn á borð við Dele Alli, Adam Lallana og Theo Walcott komust heldur ekki á blað.

Mawson skoraði ekki bara á móti Leicester heldur hélt hann Jamie Vardy niðri, eins og reyndar margir varnarmenn á þessari leiktíð, og kom því í veg fyrir að einn enskur framherji til viðbótar skoraði þessa helgina.

Enginn varnarmaður í ensku úrvalsdeildinni er búinn að skora meira en Alfie Mawson en hann trónir á toppnum ásamt Marcos Alonso hjá Chelsea, báðir með þrjú mörk.


Tengdar fréttir

Jason Burt: Swansea gæti ekki verið án Gylfa

Jason Burt, virtur fótboltablaðamaður hjá Daily Telegraph, talar afar vel um íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í útvarpsviðtali á BBC. Burt lítur svo að Gylfi sé algjör örlagavaldur fyrir lið Swansea City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×