Adele sópaði til sín verðlaununum en afþakkaði ein þeirra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 07:51 Adele var vafalítið stjarna gærkvöldsins. Söngkonan Adele kom, sá og sigraði á Grammy verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Hún vann til fimm verðlauna; besta lag og bestu smáskífu ársins fyrir lagið Hello og platan hennar 25 var valin besta poppplata ársins. Þá var Adele valin flytjandi ársins. Adele af þakkaði hins vegar verðlaun fyrir bestu plötu ársins og sagði Beyoncé eiga verðlaunin meira skilið, en Beyoncé gaf í fyrra út plötuna Lemonade sem vakti mikla athygli. „Beyoncé er listamaður lífs míns,” sagði Adele. Hátíðarhaldarar hafa verið sakaðir um að líta fram hjá svörtum tónlistarmönnum. Ákváðu því nokkrir listamenn að mæta ekki á hátíðina sökum þessa, en það eru meðal annars Frank Ocean og Kanye West. Ocean neitaði jafnframt að heimila að plata hans, Blonde, gæti unnið til verðlauna á hátíðinni. Tvö ár eru frá því að Kanye West rauk á sviðið á Grammy-hátíðinni og mótmælti eftir að Beyoncé beið lægri hlut fyrir Beck’s Morning Phase, en uppákomuna fyrir tveimur árum má sjá hér fyrir neðan. Plata Adele var hins vegar mest selda plata ársins og seldist mun betur en Lemonade, plata Beyoncé. Enn sem komið er, er ekki ljóst hvort Adele hafi hafnað eða muni hafna verðlaununum formlega. Það hefur aðeins gerst einu sinni í sögu hátíðarinnar en það var Sinead O’Connor árið 1990. Fleiri uppákomur voru á hátíðinni og lék tæknin suma grátt. Lady Gaga og þungarokkshljómsveitin Metallica tóku lagið Moth to the Flame saman, en sökum tæknierfiðleika þurftu Lady Gaga og söngvarinn James Hetfield að deila míkrafóni. Lady GaGa and Metallica Perform At The Grammys by videosuploaded+ Þá tók Adele lag til minningar um George Michael heitinn, en fipaðist á sviði og bað um að fá að byrja atriðið upp á nýtt. Söngkonan uppskar mikið lófaklapp í kjölfarið, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Fleiri listamenn en Adele unnu til verðlauna á hátíðinni. Má þar meðal annars nefna Beyoncé sem vann þrenn verðlaun og David Bowie sem vann til verðlauna í öllum þeim fimm flokku msem han nvar tilnefndur í. Adele Pays Tribute To George Michael At The... by videosuploaded Beyoncé vann til þriggja verðlauna á hátíðinni í gær.vísir/epa Grammy Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngkonan Adele kom, sá og sigraði á Grammy verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Hún vann til fimm verðlauna; besta lag og bestu smáskífu ársins fyrir lagið Hello og platan hennar 25 var valin besta poppplata ársins. Þá var Adele valin flytjandi ársins. Adele af þakkaði hins vegar verðlaun fyrir bestu plötu ársins og sagði Beyoncé eiga verðlaunin meira skilið, en Beyoncé gaf í fyrra út plötuna Lemonade sem vakti mikla athygli. „Beyoncé er listamaður lífs míns,” sagði Adele. Hátíðarhaldarar hafa verið sakaðir um að líta fram hjá svörtum tónlistarmönnum. Ákváðu því nokkrir listamenn að mæta ekki á hátíðina sökum þessa, en það eru meðal annars Frank Ocean og Kanye West. Ocean neitaði jafnframt að heimila að plata hans, Blonde, gæti unnið til verðlauna á hátíðinni. Tvö ár eru frá því að Kanye West rauk á sviðið á Grammy-hátíðinni og mótmælti eftir að Beyoncé beið lægri hlut fyrir Beck’s Morning Phase, en uppákomuna fyrir tveimur árum má sjá hér fyrir neðan. Plata Adele var hins vegar mest selda plata ársins og seldist mun betur en Lemonade, plata Beyoncé. Enn sem komið er, er ekki ljóst hvort Adele hafi hafnað eða muni hafna verðlaununum formlega. Það hefur aðeins gerst einu sinni í sögu hátíðarinnar en það var Sinead O’Connor árið 1990. Fleiri uppákomur voru á hátíðinni og lék tæknin suma grátt. Lady Gaga og þungarokkshljómsveitin Metallica tóku lagið Moth to the Flame saman, en sökum tæknierfiðleika þurftu Lady Gaga og söngvarinn James Hetfield að deila míkrafóni. Lady GaGa and Metallica Perform At The Grammys by videosuploaded+ Þá tók Adele lag til minningar um George Michael heitinn, en fipaðist á sviði og bað um að fá að byrja atriðið upp á nýtt. Söngkonan uppskar mikið lófaklapp í kjölfarið, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Fleiri listamenn en Adele unnu til verðlauna á hátíðinni. Má þar meðal annars nefna Beyoncé sem vann þrenn verðlaun og David Bowie sem vann til verðlauna í öllum þeim fimm flokku msem han nvar tilnefndur í. Adele Pays Tribute To George Michael At The... by videosuploaded Beyoncé vann til þriggja verðlauna á hátíðinni í gær.vísir/epa
Grammy Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira