Enski boltinn

39 prósent leikmanna enska fótboltans sluppu við lyfjapróf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Það voru ekki nærri því allir leikmenn í enska fótboltanum sem þurftu að gangast undir lyfjapróf á síðasta tímabili.

BBC hefur aflað sér upplýsinga um lyfjapróf knattspyrnumanna í heimalandinu frá Lyfjaeftirliti Breta, UK Anti-Doping.

Lyfjaeftirlit Breta, skammstafað Ukad, tók alls 1204 sýni frá þeim 1989 leikmönnum sem spiluðu í ensku deildarkeppninni tímabilið 2015-16. Þar af voru 799 sýni tekin frá þeim 550 leikmönnum sem spiluðu í ensku úrvalsdeildinni.

Það kemur ekki fram í tölunum hversu margir leikmenn voru prófaðir því meðal umrædda sýna gætu verið fleiri en eitt frá sama manninum eða sýni frá leikmönnum sem fengu aldrei tækifæri með aðalliðum sinn félaga.

Út frá þessum tölum slær BBC því upp að minnsta kosti 39 prósent leikmanna í enska boltanum sluppu alveg við lyfjapróf á síðustu leiktíð.

Það er þó ljóst að miklu stærra hlutfall leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þurftu að gangast undir próf heldur en leikmenn í neðri deildunum.

Það er hægt að lesa meira um niðurstöður BBC með því að smella hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×