Hungursneyð vofir yfir í fjórum ríkjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 16:26 Tugir milljóna eru í hættu í fjórum löndm, þar sem hjálparstofnanir segja ástandið vera alvarlegt. Vísir/EPA Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum. Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum.
Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira