Enski boltinn

Henry: Kanté á að vera leikmaður ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kanté hefur átt frábært tímabil með Chelsea.
Kanté hefur átt frábært tímabil með Chelsea. vísir/getty
Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, segir að N'Golo Kanté eigi skilið að vera leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Kanté er lykilmaður í liði Chelsea sem er með 10 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar 13 umferðum er ólokið.

Henry vildi ganga úr skugga um hvort Kanté væri ekta.vísir/getty
Kanté varð enskur meistari með Leicester City í fyrra og Frakkinn á því góða möguleika á að verða Englandsmeistari tvö ár í röð með sitthvoru liðinu.

„Ég sé enga ástæðu fyrir því að hann ætti ekki að vera leikmaður ársins,“ sagði Henry sem er mjög hrifinn af landa sínum.

„Venjulega tekurðu ekki eftir svona leikmönnum nema þegar þeir ekki með. En Kanté er svo sérstakur, þú tekur eftir honum.“

Henry, sem er aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins, segist hafa notað tækifærið þegar hann heimsótti Eden Hazard um daginn og gáð hvort Kanté væri ekki örugglega „ekta“.

„Ég fór til hans, stóð fyrir framan hann og potaði í bringuna á honum. Ég varð að kanna hvort hann væri ekki ekta,“ sagði Henry og bætti því við að Kanté hefði haft gaman af þessu uppátæki hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×