Telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. febrúar 2017 14:03 Samtökin 78 telja útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda Vísir/Stefán Samtökin '78 telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda. Þeir einstaklingar séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætla samtökin að þrýsta á breytingar. Ísland er að dragast aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt var á þjóðfundi Samtakanna '78 sem fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Helga Baldvins- og Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna, segir þá staðreynd vera sorglega. „Því miður þá erum við að dragast aftur úr og þá sérstaklega varðandi réttindi transfólks og intersex fólks. En líka vantar almenna löggjöf sem bannar mismunun á grundvelli fleiri þátta en kynferðis,“ segir Helga. Fram kom á fundinum að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta varðandi andlega og líkamlega heilsu hinsegin fólks. Þá hafa samtökin ákveðið að þrýsta á breytingar í málefnum hinsegin hælisleitenda á Íslandi. „Það voru tvær aðalhugmyndir sem voru nefndar í því samhengi. Annars vegar að Samtökin '78 myndu standa fyrir sérstökum stuðningshópi fyrir hinsegin hælisleitendur og veita þá bæði félagslegan og lagalegan stuðning. Hins vegar þarf að þrýsta betur á útlendingastofnun að fræða sig betur í málefnum hinsegin hælisleitenda og að hvaða leiti hinsegin hælisleitendur eru í sérstakri og viðkvæmri stöðu. Ekki bara gagnvart landinu sem þau eru að flýja frá heldur líka í landinu sem þau eru komin til og meðal annarra hælisleitenda.“Hafið þið verið ósátt hingað til með ákvarðanir Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin hælisleitenda? „Já vegna þess að við teljum þau ekki taka mið af þessari sérstöku stöðu. Þau eru að senda fólk til baka til landa þar sem þau eru flokkuð samkvæmt almennum skilgreiningum sem örugg en öll stærstu hagsmunasamtök hinsegin fólks eru búin að benda á að þessi lönd eru ekki örugg fyrir hinsegin hælisleitendur.“ Tengdar fréttir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Samtökin '78 telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda. Þeir einstaklingar séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætla samtökin að þrýsta á breytingar. Ísland er að dragast aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt var á þjóðfundi Samtakanna '78 sem fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Helga Baldvins- og Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna, segir þá staðreynd vera sorglega. „Því miður þá erum við að dragast aftur úr og þá sérstaklega varðandi réttindi transfólks og intersex fólks. En líka vantar almenna löggjöf sem bannar mismunun á grundvelli fleiri þátta en kynferðis,“ segir Helga. Fram kom á fundinum að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta varðandi andlega og líkamlega heilsu hinsegin fólks. Þá hafa samtökin ákveðið að þrýsta á breytingar í málefnum hinsegin hælisleitenda á Íslandi. „Það voru tvær aðalhugmyndir sem voru nefndar í því samhengi. Annars vegar að Samtökin '78 myndu standa fyrir sérstökum stuðningshópi fyrir hinsegin hælisleitendur og veita þá bæði félagslegan og lagalegan stuðning. Hins vegar þarf að þrýsta betur á útlendingastofnun að fræða sig betur í málefnum hinsegin hælisleitenda og að hvaða leiti hinsegin hælisleitendur eru í sérstakri og viðkvæmri stöðu. Ekki bara gagnvart landinu sem þau eru að flýja frá heldur líka í landinu sem þau eru komin til og meðal annarra hælisleitenda.“Hafið þið verið ósátt hingað til með ákvarðanir Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin hælisleitenda? „Já vegna þess að við teljum þau ekki taka mið af þessari sérstöku stöðu. Þau eru að senda fólk til baka til landa þar sem þau eru flokkuð samkvæmt almennum skilgreiningum sem örugg en öll stærstu hagsmunasamtök hinsegin fólks eru búin að benda á að þessi lönd eru ekki örugg fyrir hinsegin hælisleitendur.“
Tengdar fréttir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14