Þórdís Elva segir skilaboð frá 16 ára indverskum dreng standa upp úr: „Nú veit ég að ég hafði rangt fyrir mér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2017 11:18 Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Skjáskot „Eftir milljón áhorf, þúsundir athugasemda og hundruð frétta eru þessi skilaboð frá sextán ára indverskum dreng það sem stendur upp úr, í hjarta mínu,“ skrifar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir á Facebook síðu sinni. Fyrirlestur Þórdísar Elvu og Tom Stranger um kynferðisofbeldi sem Þórdís varð fyrir af höndum Tom hefur vakið mikla athygli um allan heim. Í skilaboðunum segir drengurinn að fyrirlestur þeirra hafi breytt viðhorfi sínu til kynferðisofbeldis. Áður hafði hann talið að kynferðisofbeldi væri á ábyrgð þolenda. „Ég er sextán ára. Ég bý á Indlandi, landi þar sem forboðið er að tala um kynlíf. Um 1,2 milljarður manns býr hér og aldrei líður dagur án þess að furðulegt nauðgunarmál komi í fréttum. Þangað til í gær hélt ég að það væri konum að kenna að þær gætu ekki verndað sig. Að þær finnist þær ekki ábyrgar gjörðum sínum. En nú finnst mér ég hafa haft rangt fyrir mér,“ skrifar hann. „Ég sá TED fyrirlesturinn þinn í dag og hann breytti viðhorfi mínu algjörlega. Ég horfði þrisvar á myndbandið vegna þess að ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Ég grét eftir áhorfið vegna þess að mér finnst ég vera hluti af samfélagi sem skapar alltaf kaldranalegt umhverfi fyrir alla. Fyrirlesturinn þinn hefur veitt mér innblástur og ég heiti því að ég mun aldrei aftur einu sinni hugsa um að beita konu ofbeldi.“ Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti. Hún segir að hún hafi ekki upplifað atvikið sem nauðgun vegna þess að Tom hafi ekki verið sú ímynd af nauðgara sem hún hafi séð í kvikmyndum. Þegar hún áttaði sig á að henni hafði verið nauðgað var skiptinámi Tom lokið og hann farinn aftur til Ástralíu. Tom segist sjálfur ekki strax hafa áttað sig á að hann hefði nauðgað Þórdísi. Hann hafi afneitað sannleikanum og sannfært sjálfan sig að um kynlíf hefði verið að ræða en ekki nauðgun. „Ég sagði Þórdísi upp nokkrum dögum seinna og sá hanna nokkrum sinnum aftur á meðan ég dvaldi á Íslandi og fékk sting í hjartað í hvert sinn. Innst inni vissi ég að ég hefði gert eitthvað skelfilega rangt. En án þess að átta mig á því gróf ég minninguna djúpt niðri.“ Þegar Þórdís hafi haft samband hafi honum boðist einstakt tækifæri til að horfast í augu við gjörðir sinar. Hann segir að ekki megi vanmeta mátt orða og að það að segja við Þórdísi að hann hafi nauðgað henni hafi breytt sýn sinni á sjálfan sig. „En það sem mestu skiptir er að ég færði ábyrgðina frá henni og yfir á mig.”Hægt er að sjá fyrirlesturinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00 Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Eftir milljón áhorf, þúsundir athugasemda og hundruð frétta eru þessi skilaboð frá sextán ára indverskum dreng það sem stendur upp úr, í hjarta mínu,“ skrifar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir á Facebook síðu sinni. Fyrirlestur Þórdísar Elvu og Tom Stranger um kynferðisofbeldi sem Þórdís varð fyrir af höndum Tom hefur vakið mikla athygli um allan heim. Í skilaboðunum segir drengurinn að fyrirlestur þeirra hafi breytt viðhorfi sínu til kynferðisofbeldis. Áður hafði hann talið að kynferðisofbeldi væri á ábyrgð þolenda. „Ég er sextán ára. Ég bý á Indlandi, landi þar sem forboðið er að tala um kynlíf. Um 1,2 milljarður manns býr hér og aldrei líður dagur án þess að furðulegt nauðgunarmál komi í fréttum. Þangað til í gær hélt ég að það væri konum að kenna að þær gætu ekki verndað sig. Að þær finnist þær ekki ábyrgar gjörðum sínum. En nú finnst mér ég hafa haft rangt fyrir mér,“ skrifar hann. „Ég sá TED fyrirlesturinn þinn í dag og hann breytti viðhorfi mínu algjörlega. Ég horfði þrisvar á myndbandið vegna þess að ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Ég grét eftir áhorfið vegna þess að mér finnst ég vera hluti af samfélagi sem skapar alltaf kaldranalegt umhverfi fyrir alla. Fyrirlesturinn þinn hefur veitt mér innblástur og ég heiti því að ég mun aldrei aftur einu sinni hugsa um að beita konu ofbeldi.“ Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti. Hún segir að hún hafi ekki upplifað atvikið sem nauðgun vegna þess að Tom hafi ekki verið sú ímynd af nauðgara sem hún hafi séð í kvikmyndum. Þegar hún áttaði sig á að henni hafði verið nauðgað var skiptinámi Tom lokið og hann farinn aftur til Ástralíu. Tom segist sjálfur ekki strax hafa áttað sig á að hann hefði nauðgað Þórdísi. Hann hafi afneitað sannleikanum og sannfært sjálfan sig að um kynlíf hefði verið að ræða en ekki nauðgun. „Ég sagði Þórdísi upp nokkrum dögum seinna og sá hanna nokkrum sinnum aftur á meðan ég dvaldi á Íslandi og fékk sting í hjartað í hvert sinn. Innst inni vissi ég að ég hefði gert eitthvað skelfilega rangt. En án þess að átta mig á því gróf ég minninguna djúpt niðri.“ Þegar Þórdís hafi haft samband hafi honum boðist einstakt tækifæri til að horfast í augu við gjörðir sinar. Hann segir að ekki megi vanmeta mátt orða og að það að segja við Þórdísi að hann hafi nauðgað henni hafi breytt sýn sinni á sjálfan sig. „En það sem mestu skiptir er að ég færði ábyrgðina frá henni og yfir á mig.”Hægt er að sjá fyrirlesturinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00 Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00
Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09