Enski boltinn

Sjáðu tvennurnar hjá Mané, Sánchez og Gabbiadini og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool komst upp í 4. sætið með sigrinum á Tottenham.
Liverpool komst upp í 4. sætið með sigrinum á Tottenham. vísir/getty
Fimmtán mörk voru skoruð í leikjunum sjö í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri á Tottenham á Anfield. Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á þessu ári og hann var fyllilega verðskuldaður.

Alexis Sánchez skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Arsenal bar sigurorð af Hull City, 2-0. Fyrra markið skoraði Sílemaðurinn eftir að hafa handleikið boltann og það síðara úr vítaspyrnu.

Manchester United vann öruggan 2-0 sigur á Watford á Old Trafford þökk sé mörkum Juans Mata og Anthonys Martial.

Manolo Gabbiadini byrjar frábærlega í búningi Southampton. Hann skoraði tvö mörk í 0-4 útisigri á Sunderland.

Gareth McAuley tryggði West Brom stig gegn West Ham United með marki á elleftu stundu. Lokatölur 2-2.

Þá vann Stoke City 1-0 sigur á Crystal og Middlesbrough og Everton gerðu markalaust jafntefli.

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×