Björn: Menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 19:51 Björn Einarsson tapaði formannsslagnum á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmanneyjum í dag. Guðni Bergsson fékk 83 atkvæði eða sautján fleiri atkvæði en Björn sem stóð uppi með 66 atkvæði. „Ég átti von á því að niðurstaðan yrði öðruvísi. Ég stefndi að því allan tímann að verða formaður því maður fer ekki út í svona nema til að vinna. Maður vill alltaf vinna þegar maður fer út í baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart og ég er vonsvikinn,“ sagði Björn Einarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir að ársþinginu lauk.Fannst honum stuðningurinn við hann dvína þegar leið á framboðið? „Ég fann fyrir miklum meðbyr og svo jafnaðist baráttan. Þetta voru mjög ólík sýn á málin. Ég stóð fyrir mjög skýrum breytingum sem að ég tel að KSÍ þurfi mjög mikið á að halda. Það þarf að styrkja reksturinn, fá meira gegnsæi, meira traust og meiri trúverðugleika. KSÍ stendur á þannig grunni að þetta eru nauðsynleg skref fyrir KSÍ og ég hvet nýja forystu til að stíga þessi skref sem ég var að tala fyrir,“ sagði Björn.Var fólkið á þinginu sammála því að það þurfi að fara í þær breytingar sem hann var að tala um? „Ég var með mjög skýra framsetningu og uppsetningu allan tímann á mínu framboði og sló aldrei af þeirri hugmyndafræði. Ég var tilbúinn að standa og falla með þeirri hugmyndafræði því ég er svo viss um að þetta séu virkilega hugmyndirnar sem þurfa að ná inn til KSÍ núna,“ sagði Björn.En hvað þarf helst að gerast? „Það er mjög mikilvægt að fara yfir ímyndina og öðlast þetta gagnsæi, traust og trúveruleika sem sambandið verður að hafa. Það má segja að menn voru ekki tilbúnir í þessar breytingar og menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi. Niðurstaðan sýndi það í dag,“ sagði Björn. Björn er formaður Víkings og hefur áður verið formaður knattspyrnudeildar Víkings. Mun hann áfram hafa afskipti af íþróttum og þá knattspyrnu sérstaklega? „Já, að sjálfsögðu. Víkingur er mitt félag og það er hluti af hjartanu. Það er það sem rekur mann áfram alla daga. Núna eru mínir kraftar hundrað prósent í Víkingi og að sjálfsögðu í minni góðu og skemmtilegu vinnu,“ sagði Björn en hann er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi. Sér hann fyrir sér að gefa kost á sér til annarra trúnaðarstarfa innan KSÍ? „Nei,“ sagði Björn sem ætlar heldur ekki að gefa aftur kost á sér þegar kosið verður um formann KSÍ í framtíðinni. Það má sjá allt viðtalið við Björn Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40 Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09 Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Björn Einarsson tapaði formannsslagnum á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmanneyjum í dag. Guðni Bergsson fékk 83 atkvæði eða sautján fleiri atkvæði en Björn sem stóð uppi með 66 atkvæði. „Ég átti von á því að niðurstaðan yrði öðruvísi. Ég stefndi að því allan tímann að verða formaður því maður fer ekki út í svona nema til að vinna. Maður vill alltaf vinna þegar maður fer út í baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart og ég er vonsvikinn,“ sagði Björn Einarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir að ársþinginu lauk.Fannst honum stuðningurinn við hann dvína þegar leið á framboðið? „Ég fann fyrir miklum meðbyr og svo jafnaðist baráttan. Þetta voru mjög ólík sýn á málin. Ég stóð fyrir mjög skýrum breytingum sem að ég tel að KSÍ þurfi mjög mikið á að halda. Það þarf að styrkja reksturinn, fá meira gegnsæi, meira traust og meiri trúverðugleika. KSÍ stendur á þannig grunni að þetta eru nauðsynleg skref fyrir KSÍ og ég hvet nýja forystu til að stíga þessi skref sem ég var að tala fyrir,“ sagði Björn.Var fólkið á þinginu sammála því að það þurfi að fara í þær breytingar sem hann var að tala um? „Ég var með mjög skýra framsetningu og uppsetningu allan tímann á mínu framboði og sló aldrei af þeirri hugmyndafræði. Ég var tilbúinn að standa og falla með þeirri hugmyndafræði því ég er svo viss um að þetta séu virkilega hugmyndirnar sem þurfa að ná inn til KSÍ núna,“ sagði Björn.En hvað þarf helst að gerast? „Það er mjög mikilvægt að fara yfir ímyndina og öðlast þetta gagnsæi, traust og trúveruleika sem sambandið verður að hafa. Það má segja að menn voru ekki tilbúnir í þessar breytingar og menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi. Niðurstaðan sýndi það í dag,“ sagði Björn. Björn er formaður Víkings og hefur áður verið formaður knattspyrnudeildar Víkings. Mun hann áfram hafa afskipti af íþróttum og þá knattspyrnu sérstaklega? „Já, að sjálfsögðu. Víkingur er mitt félag og það er hluti af hjartanu. Það er það sem rekur mann áfram alla daga. Núna eru mínir kraftar hundrað prósent í Víkingi og að sjálfsögðu í minni góðu og skemmtilegu vinnu,“ sagði Björn en hann er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi. Sér hann fyrir sér að gefa kost á sér til annarra trúnaðarstarfa innan KSÍ? „Nei,“ sagði Björn sem ætlar heldur ekki að gefa aftur kost á sér þegar kosið verður um formann KSÍ í framtíðinni. Það má sjá allt viðtalið við Björn Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40 Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09 Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40
Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48
Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45
Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09
Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40
Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22