Björn Einarsson, annar frambjóðanda til formannsembættis KSÍ, var glaðbeittur þegar Vísir hitti á hann fyrir utan Höllina í Vestmannaeyjum í morgun, þar sem ársþing sambandsins mun fara fram.
„Tilfinningin er mjög góð og ég hlakka til dagsins. Það hefur verið gríðarlega mikill undirbúningur og mikið af fundum. Allt ferlið hefur verið afar hollt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Ég held að dagurinn eigi eftir að færa okkur góða stöðu mála.“
Sjá einnig: Í beinni: Ársþing KSÍ | Úrslitin ráðast í formannskjöri KSÍ
Bæði hann og Guðni Bergsson, mótframbjóðandi hans, komu til Vestmannaeyja í gær og Björn neitar því ekki að gærkvöldið hafi verið pólitískt.
„Spennustigið var ansi hátt hér í Eyjum og samtöl í öllum hornum. En það er bara gott og hollt.“
Hann segist ekki vera búinn að telja þau atkvæði sem hann telur örugg. „Ég er bara stoltur af mínum undirbúningi í aðdraganda þessara kosnina. Ég hef lagt allt í þetta og nú er að sjá hvað kemur úr kjörkössunum.“
Björn útilokar ekki að þeir sem eru óákveðnir í upphafi fundar gætu haft mikil áhrif. „Ég held að það séu alveg klárlega atkvæði sem eru þannig. En ég tel samt að menn komi til þingsins með ákveðnar skoðanir.“
Björn: Spennustigið í Eyjum í gærkvöldi var hátt
Tengdar fréttir
Forysta KSÍ fær nýtt andlit | Guðni og Björn svara spurningum
Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni.
Guðni: Sýnist að staðan sé góð
Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur.
Svona var ársþing KSÍ
Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið.