Gaupi hitti Geir út á flugvelli: Svipuð tilfinning og að enda mót með titli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2017 19:00 Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. Geir segir að það sé eftirsjá í þessum störfum en Guðjón Guðmundsson hitti hann á Reykjavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru erfiðir dagar núna og ég kveð knattspyrnusambandið með söknuði,“ sagði Geir Þorsteinsson. Geir er að kveðja eftir besta ár í sögu fótboltans á Íslandi. „Það finnst mörgum það skrýtið að ég sé að kveðja á þessum tímapunkti og það er eðlilegt. Ætli að þetta sé ekki tilfinningin að það sé gott að enda með titli. Þetta er svona svipuð tilfinning,“ sagði Geir. Fannst Geir á einhverjum tímapunkti hafa verið gerð að honum persónulega sem formanni? „Ég kannast ekki við það. Ég hef alltaf notið gríðarlegs stuðnings minna aðildarfélaga en það er helst að fjölmiðlamenn búi til einhvern æsing. Ég kannast ekki við hann,“ sagði Geir. „Það hefur ekki alltaf verið einhugur um öll mál en einingin í knattspyrnuhreyfingunni undir minni stjórn hefur verið gríðarlega góð,“ sagði Geir. Geir hefur væntanlega fylgst með kosningabaráttunni milli Björns Einarssonar og Guðna Bergssonar á hliðarlínunni. Hún er býsna hörð á lokametrunum. „Það eru algjörlega breyttir tímar í dag. Þjóðfélagið er miklu opnara og það geta allir tekið þátt í baráttunni. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum þegar ég vann kosninguna. Þetta leiðir hugann að því að það þarfa að endurskoða lög knattspyrnusambandsins að ýmsu leyti,“ sagði Geir. „Knattspyrnusambandið stendur gríðarlega vel og það er ekkert óeðlilegt að þessir menn keppist um sætið og að allir vilji hafa skoðun á því,“ sagði Geir. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar frá því úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Harður formannsslagur í uppsiglingu Þeir Björn og Guðni mæta í kappræður sem Hörður Magnússon stýrir í beinni, strax að loknum íþróttafréttum. 6. febrúar 2017 15:45 Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. Geir segir að það sé eftirsjá í þessum störfum en Guðjón Guðmundsson hitti hann á Reykjavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru erfiðir dagar núna og ég kveð knattspyrnusambandið með söknuði,“ sagði Geir Þorsteinsson. Geir er að kveðja eftir besta ár í sögu fótboltans á Íslandi. „Það finnst mörgum það skrýtið að ég sé að kveðja á þessum tímapunkti og það er eðlilegt. Ætli að þetta sé ekki tilfinningin að það sé gott að enda með titli. Þetta er svona svipuð tilfinning,“ sagði Geir. Fannst Geir á einhverjum tímapunkti hafa verið gerð að honum persónulega sem formanni? „Ég kannast ekki við það. Ég hef alltaf notið gríðarlegs stuðnings minna aðildarfélaga en það er helst að fjölmiðlamenn búi til einhvern æsing. Ég kannast ekki við hann,“ sagði Geir. „Það hefur ekki alltaf verið einhugur um öll mál en einingin í knattspyrnuhreyfingunni undir minni stjórn hefur verið gríðarlega góð,“ sagði Geir. Geir hefur væntanlega fylgst með kosningabaráttunni milli Björns Einarssonar og Guðna Bergssonar á hliðarlínunni. Hún er býsna hörð á lokametrunum. „Það eru algjörlega breyttir tímar í dag. Þjóðfélagið er miklu opnara og það geta allir tekið þátt í baráttunni. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum þegar ég vann kosninguna. Þetta leiðir hugann að því að það þarfa að endurskoða lög knattspyrnusambandsins að ýmsu leyti,“ sagði Geir. „Knattspyrnusambandið stendur gríðarlega vel og það er ekkert óeðlilegt að þessir menn keppist um sætið og að allir vilji hafa skoðun á því,“ sagði Geir. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar frá því úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Harður formannsslagur í uppsiglingu Þeir Björn og Guðni mæta í kappræður sem Hörður Magnússon stýrir í beinni, strax að loknum íþróttafréttum. 6. febrúar 2017 15:45 Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Harður formannsslagur í uppsiglingu Þeir Björn og Guðni mæta í kappræður sem Hörður Magnússon stýrir í beinni, strax að loknum íþróttafréttum. 6. febrúar 2017 15:45
Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51
Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00