Zenit tilbúið að borga einn milljarð fyrir Viðar Örn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. febrúar 2017 18:45 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leiðinni til rússneska stórliðsins Zenit frá Pétursborg. Rússneska stórveldið Zenit hefur samkvæmt heimildum 365 virkjað klásúlu í samningi Viðars við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Kaupverðið mun vera níu milljónir Evra, eða rúmur milljarður króna. Þess má geta að Viðar Örn þreytti frumraun sína í Evrópudeildinni með Maccabi Tel Aviv gegn Zenit í september í fyrra. Zenit vann 4-3 í hreint ótrúlegum leik. Viðar skoraði þá fyrir Maccabi, með fínum skalla á fimmtugustu mínútu. Félagsskiptaglugginn í Rússlandi lokaði nýverið en, náist samningar á milli hans og félagsins gæti Viðar því gengið til liðs við Zenit í sumar. Zenit er sem stendur í öðru sæti efstu deildarinnar í Rússlandi, fimm stigum á eftir Spartak frá Moskvu. Annað sætið gefur rétt á umspili í meistaradeildinni, en Zenit hefur leikið í deild þeirra sterkustu sex af síðustu átta tímabilum. Liðið vann Evrópukeppni félagsliða 2008 og hefur fimm sinnum orðið rússneskur meistari. Heimavöllur félagsins tekur tæplega 70 þúsund manns og með liðinu leika þekktir leikmenn, á borð við Branislav Ivanovic, sem lék með Chelsea auk rússnesku landsliðsmannanna Aleksandr Kerzhakov, Artym Dzyuba og Aleksandr Kokorin. Viðar Örn Kjartansson er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar með 15 mörk í 21 leik. Síðan hann fór út í atvinnumennsku til Valerenga í Noregi hefur hann skorað 79 mörk í 117 leikjum í efstu deildum í Noregi, Kína, Svíþjóð og Ísrael. Fótbolti Tengdar fréttir Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45 Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45 Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00 Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00 Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leiðinni til rússneska stórliðsins Zenit frá Pétursborg. Rússneska stórveldið Zenit hefur samkvæmt heimildum 365 virkjað klásúlu í samningi Viðars við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Kaupverðið mun vera níu milljónir Evra, eða rúmur milljarður króna. Þess má geta að Viðar Örn þreytti frumraun sína í Evrópudeildinni með Maccabi Tel Aviv gegn Zenit í september í fyrra. Zenit vann 4-3 í hreint ótrúlegum leik. Viðar skoraði þá fyrir Maccabi, með fínum skalla á fimmtugustu mínútu. Félagsskiptaglugginn í Rússlandi lokaði nýverið en, náist samningar á milli hans og félagsins gæti Viðar því gengið til liðs við Zenit í sumar. Zenit er sem stendur í öðru sæti efstu deildarinnar í Rússlandi, fimm stigum á eftir Spartak frá Moskvu. Annað sætið gefur rétt á umspili í meistaradeildinni, en Zenit hefur leikið í deild þeirra sterkustu sex af síðustu átta tímabilum. Liðið vann Evrópukeppni félagsliða 2008 og hefur fimm sinnum orðið rússneskur meistari. Heimavöllur félagsins tekur tæplega 70 þúsund manns og með liðinu leika þekktir leikmenn, á borð við Branislav Ivanovic, sem lék með Chelsea auk rússnesku landsliðsmannanna Aleksandr Kerzhakov, Artym Dzyuba og Aleksandr Kokorin. Viðar Örn Kjartansson er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar með 15 mörk í 21 leik. Síðan hann fór út í atvinnumennsku til Valerenga í Noregi hefur hann skorað 79 mörk í 117 leikjum í efstu deildum í Noregi, Kína, Svíþjóð og Ísrael.
Fótbolti Tengdar fréttir Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45 Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45 Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00 Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00 Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45
Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45
Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00
Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00
Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00
Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17