Zenit tilbúið að borga einn milljarð fyrir Viðar Örn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. febrúar 2017 18:45 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leiðinni til rússneska stórliðsins Zenit frá Pétursborg. Rússneska stórveldið Zenit hefur samkvæmt heimildum 365 virkjað klásúlu í samningi Viðars við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Kaupverðið mun vera níu milljónir Evra, eða rúmur milljarður króna. Þess má geta að Viðar Örn þreytti frumraun sína í Evrópudeildinni með Maccabi Tel Aviv gegn Zenit í september í fyrra. Zenit vann 4-3 í hreint ótrúlegum leik. Viðar skoraði þá fyrir Maccabi, með fínum skalla á fimmtugustu mínútu. Félagsskiptaglugginn í Rússlandi lokaði nýverið en, náist samningar á milli hans og félagsins gæti Viðar því gengið til liðs við Zenit í sumar. Zenit er sem stendur í öðru sæti efstu deildarinnar í Rússlandi, fimm stigum á eftir Spartak frá Moskvu. Annað sætið gefur rétt á umspili í meistaradeildinni, en Zenit hefur leikið í deild þeirra sterkustu sex af síðustu átta tímabilum. Liðið vann Evrópukeppni félagsliða 2008 og hefur fimm sinnum orðið rússneskur meistari. Heimavöllur félagsins tekur tæplega 70 þúsund manns og með liðinu leika þekktir leikmenn, á borð við Branislav Ivanovic, sem lék með Chelsea auk rússnesku landsliðsmannanna Aleksandr Kerzhakov, Artym Dzyuba og Aleksandr Kokorin. Viðar Örn Kjartansson er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar með 15 mörk í 21 leik. Síðan hann fór út í atvinnumennsku til Valerenga í Noregi hefur hann skorað 79 mörk í 117 leikjum í efstu deildum í Noregi, Kína, Svíþjóð og Ísrael. Fótbolti Tengdar fréttir Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45 Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45 Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00 Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00 Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leiðinni til rússneska stórliðsins Zenit frá Pétursborg. Rússneska stórveldið Zenit hefur samkvæmt heimildum 365 virkjað klásúlu í samningi Viðars við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Kaupverðið mun vera níu milljónir Evra, eða rúmur milljarður króna. Þess má geta að Viðar Örn þreytti frumraun sína í Evrópudeildinni með Maccabi Tel Aviv gegn Zenit í september í fyrra. Zenit vann 4-3 í hreint ótrúlegum leik. Viðar skoraði þá fyrir Maccabi, með fínum skalla á fimmtugustu mínútu. Félagsskiptaglugginn í Rússlandi lokaði nýverið en, náist samningar á milli hans og félagsins gæti Viðar því gengið til liðs við Zenit í sumar. Zenit er sem stendur í öðru sæti efstu deildarinnar í Rússlandi, fimm stigum á eftir Spartak frá Moskvu. Annað sætið gefur rétt á umspili í meistaradeildinni, en Zenit hefur leikið í deild þeirra sterkustu sex af síðustu átta tímabilum. Liðið vann Evrópukeppni félagsliða 2008 og hefur fimm sinnum orðið rússneskur meistari. Heimavöllur félagsins tekur tæplega 70 þúsund manns og með liðinu leika þekktir leikmenn, á borð við Branislav Ivanovic, sem lék með Chelsea auk rússnesku landsliðsmannanna Aleksandr Kerzhakov, Artym Dzyuba og Aleksandr Kokorin. Viðar Örn Kjartansson er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar með 15 mörk í 21 leik. Síðan hann fór út í atvinnumennsku til Valerenga í Noregi hefur hann skorað 79 mörk í 117 leikjum í efstu deildum í Noregi, Kína, Svíþjóð og Ísrael.
Fótbolti Tengdar fréttir Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45 Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45 Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00 Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00 Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45
Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45
Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00
Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00
Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00
Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17