Innlent

Minnihluti bæjarráðs Kópavogs telur fundi flýtt vegna þingmanns

Sveinn Arnarsson skrifar
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir
Minnihluti bæjarráðs Kópavogsbæjar gagnrýnir harðlega breytingu á fundartíma ráðsins. Aðeins sé verið að færa fundartíma fyrir formann bæjarráðs, Theodóru S. Þorsteinsdóttur, sem jafnframt er þingmaður Bjartrar framtíðar.

Samþykkt var að fundir hæfust klukkan hálf átta á fimmtudagsmorgnum. Þann dag eru þingfundir klukkan hálf tíu.

Theodóra segir það af og frá að verið sé að færa fundartíma fyrir hana. Fundartími bæjarráðs hafi áður breyst á kjörtímabilinu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×