Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2017 07:30 Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fyrstu sprengingu. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, segir göngin verða mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna og var mannfjöldi mættur til að fylgjast með þegar samgönguráðherrann, Henrik Old, hóf verkið formlega með fyrstu sprengingu í vikunni. Það er skandinavíska verktakafyrirtækið NCC sem grefur göngin en heildarkostnaður er áætlaður um 17 milljarðar íslenskra króna.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, var viðstaddur fyrstu sprengingu.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Heildarlengd verður 11.240 metrar. Þau kallast Austureyjargöng og munu tengja saman tvær stærstu eyjar Færeyja, Straumey og Austurey, og jafnframt stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýlissvæða eyjanna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Tveir gangamunnar verða að austanverðu til Skálafjarðar og þar aka menn um hringtorg, annar afleggjarinn liggur til Runavíkur en hinn til Stranda en íbúar þessara staða upplifa mestu styttinguna. Leiðin milli Þórshafnar og Runavíkur fer þannig úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra, sem þýðir að aksturstíminn styttist úr um 64 mínútum niður í um 16 mínútur.Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar verða að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Runavík.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarÁætlað er að um sexþúsund bílar muni aka um göngin á sólarhring en lögmaðurinn segir þau gríðarlegt framfaraskref fyrir Færeyjar. „Þetta hefur verið farartálmi öldum saman en nú getur allt þetta svæði orðið einn vinnumarkaður. Fólk getur farið mjög fljótt á milli staða. Þá munu atvinnulífið spara mikið fé í flutningi á fiski; laxi og öðrum varningi,“ sagði Aksel V. Johannesen. Upphaflega stóð til að göngin yrðu alfarið einkaframkvæmd en samningur við danskt fjárfestingafélag olli hörðum pólitískum deilum, sem kostuðu afsögn þáverandi samgönguráðherra. Þá var ákveðið að opinbert hlutafélag í eigu færeyska landskassans sæi um verkið og yrði eigandi ganganna. Kostnaður verður þó greiddur með veggjöldum og er áætlað að verkið taki 3 til 4 ár. Myndir frá fyrstu sprengingu tók Jens Jákup Hansen hjá Kringvarpi Færeyja. Hér má sjá grafískt myndband af göngunum.Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar.Grafík/Eystur- og Sandoyartunlar Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fyrstu sprengingu. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, segir göngin verða mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna og var mannfjöldi mættur til að fylgjast með þegar samgönguráðherrann, Henrik Old, hóf verkið formlega með fyrstu sprengingu í vikunni. Það er skandinavíska verktakafyrirtækið NCC sem grefur göngin en heildarkostnaður er áætlaður um 17 milljarðar íslenskra króna.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, var viðstaddur fyrstu sprengingu.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Heildarlengd verður 11.240 metrar. Þau kallast Austureyjargöng og munu tengja saman tvær stærstu eyjar Færeyja, Straumey og Austurey, og jafnframt stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýlissvæða eyjanna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Tveir gangamunnar verða að austanverðu til Skálafjarðar og þar aka menn um hringtorg, annar afleggjarinn liggur til Runavíkur en hinn til Stranda en íbúar þessara staða upplifa mestu styttinguna. Leiðin milli Þórshafnar og Runavíkur fer þannig úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra, sem þýðir að aksturstíminn styttist úr um 64 mínútum niður í um 16 mínútur.Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar verða að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Runavík.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarÁætlað er að um sexþúsund bílar muni aka um göngin á sólarhring en lögmaðurinn segir þau gríðarlegt framfaraskref fyrir Færeyjar. „Þetta hefur verið farartálmi öldum saman en nú getur allt þetta svæði orðið einn vinnumarkaður. Fólk getur farið mjög fljótt á milli staða. Þá munu atvinnulífið spara mikið fé í flutningi á fiski; laxi og öðrum varningi,“ sagði Aksel V. Johannesen. Upphaflega stóð til að göngin yrðu alfarið einkaframkvæmd en samningur við danskt fjárfestingafélag olli hörðum pólitískum deilum, sem kostuðu afsögn þáverandi samgönguráðherra. Þá var ákveðið að opinbert hlutafélag í eigu færeyska landskassans sæi um verkið og yrði eigandi ganganna. Kostnaður verður þó greiddur með veggjöldum og er áætlað að verkið taki 3 til 4 ár. Myndir frá fyrstu sprengingu tók Jens Jákup Hansen hjá Kringvarpi Færeyja. Hér má sjá grafískt myndband af göngunum.Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar.Grafík/Eystur- og Sandoyartunlar
Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14