Meðhöndlun dróna hefur lagastoð í lög um loftferðir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. febrúar 2017 19:15 Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur. Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Samgöngustofa hefur ákveðið að ábendingar og tilmæli skuli gilda um allt flug allra fjarstýrðra loftfara. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gert til þess að tryggja öryggi. Ákvörðun Samgöngustofu tók gildi fyrir helgi og nær til allra fjarstýrðra loftfara eða dróna og mun gilda þar til reglugerð Innanríkisráðuneytisins um notkun slíkra tækja verður sett. Til að mynda má ekki fljúga dróna í meira en hundrað og þrjátíu metra hæð. Ætli menn að fljúga hærra þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu og þá verður óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkunum flugvalla. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir og segir forstjóri Samgöngustofu að tímabært hafi verið vekja notendur tækjanna til vitundar um notkun þeirra. „Fyrst og fremst er þetta öryggissjónarmið að vera ekki nærri flugvöllum en tvo kílómetra og fara ekki upp í flughæð flugvéla sem sagt vera undir hundrað og þrjátíu metrum,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur segir að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem hætta hefur skapast vegna þessara tækja en alvarlegasta tilfellið átti sér stað í janúar síðast liðnum þegar dróna var flogið nærri þyrlu sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Rétt er þó að taka fram að ekki þarf sérstakt leyfi frá rekstraraðilum flugvalla sé drónanum flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni drónans þó svo notandi sé innan svæðamarka sem eru tveir kílómetrar frá áætlunarflugvelli en við aðra flugvelli miðast fjarlægðin við 1,5 kílómetra. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að skrá þurfi dróna hjá Samgöngustofu séu þeir notaðir í atvinnuskyni eða fari yfir ákveðna þyngd. „Í reglugerðunum að þá er gerður mikill munur á því hvort þetta er áhugamál, þessir litlu drónar sem eru undir þrjú kíló. Það er þá frjálst að fljúga þeim nánast hvar sem er nema nema ekki yfir mannfjölda,“ segir Þórólfur. Gæta þurfi skynsemi með persónuvernd og að menn séu ábyrgir gjörða sinna þegar þeir fljúga tækjunum.Þá er gerð krafa um að dróninn alltaf innan sjónsviðs á meðan á flugi stendur. Reglugerð um notkun þessara tækja er í umsagnarferli hjá Innanríkisráðuneytinu og er öllum opið að gera athugasemdir. Samgöngustofa hefur þegar lagt til að reglugerðin verði nokkuð rúm. „Við höfum verið að horfa til finna. Þeir hafa haft þetta mjög frjálst og opið til þess að nýta þessa stórkostlegu möguleika sem eru. Til leitar og björgunar. Þjónustu og myndatöku og svo framvegis,“ segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00 Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Brýnt að setja reglur um drónaflug Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. 8. janúar 2017 20:00
Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24