Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2017 13:25 Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram. Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram.
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira