Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2017 13:25 Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira