Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2017 13:25 Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira