Innlent

Mál Sævars verður tekið fyrir að nýju

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur heimilað að mál Sævars Ciesielski, sem dæmdur var í 17 ára fangelsi fyrir morðið á dauða Guðmundar Einarssonar árið 1974, verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. Þetta herma heimildir fréttastofu en úrskurður í málinu verður birtur á vef endurupptökunefndar klukkan 14 í dag.

Greint var frá því í morgun að mál Tryggva Rúnars Leifssonar, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi vegna málsins, verði einnig tekið til dóms að nýju. Tryggvi lést árið 2009.

Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssonar, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort önnur mál verði tekin upp að nýju.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×