Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. Sigurður Ragnar, oftast kallaður Siggi Raggi, þjálfar nú kínverska félagið Jiangsu Suning og reyndi að fá tvær íslenskar landsliðskonur til félagsins. Þær Dagnýju Brynjarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Þær höfnuðu tilboði félagsins af hluta til þar sem landsliðsþjálfarinn, Freyr, hafði sagt að samningar við kínversk félög myndu hafa áhrif á stöðu þeirra gagnvart landsliðinu. Tilboðin sem þær fengu eru sögð þau hæstu sem stelpurnar hafa fengið á ferlinum. „Mér finnst fordómar ríkja á Íslandi gagnvart kínverskri knattspyrnu. Þeir skína í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara, þar sem hann talar niður styrkleika kínversku deildarinnar og segir hana ekkert sérstaka,“ segir Freyr í viðtali við Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum. „Allar kínversku A-landsliðskonurnar spila í deildinni og landsliðið hér er 7 sætum ofar en Ísland á heimslistanum. Einn besti og launahæsti leikmaður í heimi, brasilíska landsliðskonan Christiane, mun spila með einu liði í deildinni í ár. Fleiri sterkar erlendar landsliðskonur spila í deildinni. Mér finnst fólk almennt dæma kínverska knattspyrnu af einsleitum fréttaflutningi. Eins og fólk líti þannig á að kínverskir peningar séu verri en enskir peningar eða peningar frá öðrum löndum.“Sigurður Ragnar á hliðarlínunni sumarið 2014 þegar hann þjálfaði karlalið ÍBV.vísir/antonSiggi Raggi segir að leikmenn hefðu mátt taka þátt í öllum verkefnum í aðdraganda mótsins og það hefði því engu breytt fyrir landsliðið hvort þær spiluðu í Kína eða Svíþjóð. „Mér finnst það orka tvímælis að landsliðsþjálfarinn tali niður deildina með því að segja að hún sé ekki fyrir íslenskar knattspyrnukonur og ekki fyrir leikmenn sem ætli sér að spila í lokakeppni Evrópumótsins sem er framundan. Leikmenn sem við vorum í viðræðum við, vissu að þær mættu taka þátt í öllum landsliðsverkefnum fyrir Evrópumótið, þó þær réðu sig til Kína. Mér finnst Freyr vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína, þá hafi það áhrif á val hans í landsliðið,“ segir Sigurður og spyr hvað sé eiginlega vandamálið við að leikmenn spili í Kína? „Meirihluti landsliðskvenna spilar í áhugamannadeild á Íslandi þar sem keppnistímabilið er styttra, liðin eru ekki með jafn góða erlenda leikmenn og leikmenn geta ekki einbeitt sér að því eingöngu að spila knattspyrnu. Er vandamálið hvað Kína er langt í burtu? Ég ræddi það við Frey og landsliðskonur sem ég hafði áhuga á að fá hingað, að þær myndu ekki missa af undirbúningi né leikjum á EM. Hvers vegna vill hann þá ekki að þær spili í Kína? Eru það fordómar gagnvart kínverskri knattspyrnu? Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnuiðkun, eins og karlar? „Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat. Það voru þrír íslenskir leikmenn valdið í karlalandsliðið á meðan þeir spiluðu í Kína, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen. Þetta hefur þótt nógu gott fyrir karlalandsliðið, hvers vegna er þetta ekki nógu gott fyrir kvennalandsliðið? Mér finnst þetta réttlætismál fyrir íslenskar landsliðskonur.“Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. Sigurður Ragnar, oftast kallaður Siggi Raggi, þjálfar nú kínverska félagið Jiangsu Suning og reyndi að fá tvær íslenskar landsliðskonur til félagsins. Þær Dagnýju Brynjarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Þær höfnuðu tilboði félagsins af hluta til þar sem landsliðsþjálfarinn, Freyr, hafði sagt að samningar við kínversk félög myndu hafa áhrif á stöðu þeirra gagnvart landsliðinu. Tilboðin sem þær fengu eru sögð þau hæstu sem stelpurnar hafa fengið á ferlinum. „Mér finnst fordómar ríkja á Íslandi gagnvart kínverskri knattspyrnu. Þeir skína í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara, þar sem hann talar niður styrkleika kínversku deildarinnar og segir hana ekkert sérstaka,“ segir Freyr í viðtali við Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum. „Allar kínversku A-landsliðskonurnar spila í deildinni og landsliðið hér er 7 sætum ofar en Ísland á heimslistanum. Einn besti og launahæsti leikmaður í heimi, brasilíska landsliðskonan Christiane, mun spila með einu liði í deildinni í ár. Fleiri sterkar erlendar landsliðskonur spila í deildinni. Mér finnst fólk almennt dæma kínverska knattspyrnu af einsleitum fréttaflutningi. Eins og fólk líti þannig á að kínverskir peningar séu verri en enskir peningar eða peningar frá öðrum löndum.“Sigurður Ragnar á hliðarlínunni sumarið 2014 þegar hann þjálfaði karlalið ÍBV.vísir/antonSiggi Raggi segir að leikmenn hefðu mátt taka þátt í öllum verkefnum í aðdraganda mótsins og það hefði því engu breytt fyrir landsliðið hvort þær spiluðu í Kína eða Svíþjóð. „Mér finnst það orka tvímælis að landsliðsþjálfarinn tali niður deildina með því að segja að hún sé ekki fyrir íslenskar knattspyrnukonur og ekki fyrir leikmenn sem ætli sér að spila í lokakeppni Evrópumótsins sem er framundan. Leikmenn sem við vorum í viðræðum við, vissu að þær mættu taka þátt í öllum landsliðsverkefnum fyrir Evrópumótið, þó þær réðu sig til Kína. Mér finnst Freyr vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína, þá hafi það áhrif á val hans í landsliðið,“ segir Sigurður og spyr hvað sé eiginlega vandamálið við að leikmenn spili í Kína? „Meirihluti landsliðskvenna spilar í áhugamannadeild á Íslandi þar sem keppnistímabilið er styttra, liðin eru ekki með jafn góða erlenda leikmenn og leikmenn geta ekki einbeitt sér að því eingöngu að spila knattspyrnu. Er vandamálið hvað Kína er langt í burtu? Ég ræddi það við Frey og landsliðskonur sem ég hafði áhuga á að fá hingað, að þær myndu ekki missa af undirbúningi né leikjum á EM. Hvers vegna vill hann þá ekki að þær spili í Kína? Eru það fordómar gagnvart kínverskri knattspyrnu? Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnuiðkun, eins og karlar? „Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat. Það voru þrír íslenskir leikmenn valdið í karlalandsliðið á meðan þeir spiluðu í Kína, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen. Þetta hefur þótt nógu gott fyrir karlalandsliðið, hvers vegna er þetta ekki nógu gott fyrir kvennalandsliðið? Mér finnst þetta réttlætismál fyrir íslenskar landsliðskonur.“Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira