Mjög mikið hallar á konur í íslenskum kvikmyndahúsum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Kvikmyndir eftir karla eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda sem teknar eru til sýninga á Íslandi. Í rannsókn Kvenréttindafélags Íslands og Stockholms feministiska filmfestival sem náði til allra kvikmynda sem teknar voru til sýningar í íslenskum, dönskum og sænskum kvikmyndahúsum árið 2016 er kynjahlutfallið verst á Íslandi. 93 prósent kvikmynda sem voru teknar til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum árið 2016 var leikstýrt af körlum. Rannsóknin á Íslandi náði líka til dagskrár RÚV. Hlutfallið var hið sama samkvæmt rannsókninni, 93 prósent kvikmynda sem sýndar voru á RÚV 2016 var leikstýrt af körlum.Dögg Mósesdóttir, kvikmyndagerðarkona og formaður WIFT á Íslandi segir góð teikn á lofti.vísir/ernirNiðurstöðurnar sýna að nánast allar sögur sem við horfum á á hvíta tjaldinu eru eftir karla. Kvikmyndir eiga að spegla ólíka reynsluheima og það að fólk kynnist aðeins sögum karla gefur mjög skakka mynd af samfélaginu. Stóra verkefni kvikmyndaiðnaðarins eins og hann leggur sig er að minnka þetta kynjabil, við getum ekki haft þetta svona lengur,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, sem greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Í dag býður Kvenréttindafélag Íslands, WIFT á Íslandi, Stockholms feministiska filmfestival ásamt Stockfish Film Festival til samræðna í Bíói Paradís um kynjabilið í kvikmyndaiðnaðinum undir yfirskriftinni „Hvað er svona merkilegt við það? Kynjabilið á hvíta tjaldinu“. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Þetta kom mér mjög á óvart, ég hélt þetta væri ekki svona rosalega slæmt. Þetta er samt staðan í heiminum í dag þó að í Svíþjóð hafi hlutfallið verið skárra. Leiðin út úr þessu er aukin meðvitund og umræður. Bíóhúsin þurfa að setja upp kynjagleraugun. Það er ábati af því fyrir alla. Myndir eftir og um konur hafa til dæmis verið söluhæstar í Bandaríkjunum í ár. Þar er að aukast meðvitund með góðum árangri,“ segir Dögg. Mikilvægt sé að gefa konum tækifæri til inngöngu í iðnaðinn. „Ég veit að stóru myndverin í Bandaríkjunum eru að þjálfa konur upp. Þar af er ein íslensk kona, Tóta Lee, sem fær þjálfun til þess að leikstýra risastórum kvikmyndum.“ Dögg segir jákvæð teikn á lofti og vonast til þess að niðurstöður á næsta ári verði betri konum í vil. Þáttaröðin Fangar sem sýnd var á RÚV þykir henni hafa verið til fyrirmyndar og nýjar reglur hjá Kvikmyndasjóði lofi góðu. „Konur eru að gera fullt af myndum og nú verður unnið eftir nýju kvikmyndasamkomulagi hjá Kvikmyndasjóði um að það eigi að úthluta jafnt til karla og kvenna og taka tillit til kynjabilsins við mat á umsóknum,“ segir Dögg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Kvikmyndir eftir karla eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda sem teknar eru til sýninga á Íslandi. Í rannsókn Kvenréttindafélags Íslands og Stockholms feministiska filmfestival sem náði til allra kvikmynda sem teknar voru til sýningar í íslenskum, dönskum og sænskum kvikmyndahúsum árið 2016 er kynjahlutfallið verst á Íslandi. 93 prósent kvikmynda sem voru teknar til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum árið 2016 var leikstýrt af körlum. Rannsóknin á Íslandi náði líka til dagskrár RÚV. Hlutfallið var hið sama samkvæmt rannsókninni, 93 prósent kvikmynda sem sýndar voru á RÚV 2016 var leikstýrt af körlum.Dögg Mósesdóttir, kvikmyndagerðarkona og formaður WIFT á Íslandi segir góð teikn á lofti.vísir/ernirNiðurstöðurnar sýna að nánast allar sögur sem við horfum á á hvíta tjaldinu eru eftir karla. Kvikmyndir eiga að spegla ólíka reynsluheima og það að fólk kynnist aðeins sögum karla gefur mjög skakka mynd af samfélaginu. Stóra verkefni kvikmyndaiðnaðarins eins og hann leggur sig er að minnka þetta kynjabil, við getum ekki haft þetta svona lengur,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, sem greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Í dag býður Kvenréttindafélag Íslands, WIFT á Íslandi, Stockholms feministiska filmfestival ásamt Stockfish Film Festival til samræðna í Bíói Paradís um kynjabilið í kvikmyndaiðnaðinum undir yfirskriftinni „Hvað er svona merkilegt við það? Kynjabilið á hvíta tjaldinu“. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Þetta kom mér mjög á óvart, ég hélt þetta væri ekki svona rosalega slæmt. Þetta er samt staðan í heiminum í dag þó að í Svíþjóð hafi hlutfallið verið skárra. Leiðin út úr þessu er aukin meðvitund og umræður. Bíóhúsin þurfa að setja upp kynjagleraugun. Það er ábati af því fyrir alla. Myndir eftir og um konur hafa til dæmis verið söluhæstar í Bandaríkjunum í ár. Þar er að aukast meðvitund með góðum árangri,“ segir Dögg. Mikilvægt sé að gefa konum tækifæri til inngöngu í iðnaðinn. „Ég veit að stóru myndverin í Bandaríkjunum eru að þjálfa konur upp. Þar af er ein íslensk kona, Tóta Lee, sem fær þjálfun til þess að leikstýra risastórum kvikmyndum.“ Dögg segir jákvæð teikn á lofti og vonast til þess að niðurstöður á næsta ári verði betri konum í vil. Þáttaröðin Fangar sem sýnd var á RÚV þykir henni hafa verið til fyrirmyndar og nýjar reglur hjá Kvikmyndasjóði lofi góðu. „Konur eru að gera fullt af myndum og nú verður unnið eftir nýju kvikmyndasamkomulagi hjá Kvikmyndasjóði um að það eigi að úthluta jafnt til karla og kvenna og taka tillit til kynjabilsins við mat á umsóknum,“ segir Dögg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira