Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Ak. 100-78 | Sjötti heimasigur Breiðhyltinga í röð Kristinn G. Friðriksson í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 23. febrúar 2017 22:00 Matthías Orri átti frábæran leik. vísir/anton brink ÍR vann sinn sjötta heimaleik í röð þegar liðið fékk Þór Ak. í heimsókn í kvöld. Lokatölur 100-78, ÍR í vil. Það tók ÍR ekki langan tíma til að ná undirtökum í leiknum og þegar það gerðist litu leikmenn liðsins ekki við heldur héldu áfram því sem vel gekk. Þórsarar náðu aldrei að finna neinn takt í sókn og vörnin var á löngum köflum mjög döpur. Sigurinn var í raun aldrei í hættu. Hjá heimamönnum voru Quincy Cole, Danero Thomas og Mattíhas Sigurðarsson bestir Hjá Þór var Tryggvi Snær Hlinason bestur, Darrel Lewis átti spretti en aðrir langt frá sínu besta. Með sigrinum komst ÍR upp í 7. sæti deildarinnar en Þór er í sætinu fyrir neðan. Bæði lið eru með 18 stig þremur umferðum er ólokið.ÍR-Þór Ak. 100-78 (25-18, 18-15, 32-20, 25-25)ÍR: Quincy Hankins-Cole 30/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 28/9 fráköst/12 stoðsendingar, Danero Thomas 17/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sveinbjörn Claessen 9/7 fráköst, Trausti Eiríksson 2/6 fráköst/3 varin skot, Daði Berg Grétarsson 2/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2.Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 25/13 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 12/5 fráköst, George Beamon 10/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 8/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 1.Borce: Báðum markmiðum náð Borce Ilievski, þjálfari ÍR, vann heimavinnuna sína fyrir þennan leik og náði að vekja góð hughrif innan hópsins fyrir leik því spilamennska liðsins bar þess greinileg merki. „Fyrsta markmiðið var að vinna leikinn, annað markmiðið var að vinna með meira en sextán. Við hefðum verið ánægðir með að ná fyrsta en strákarnir lögðu sig mikið fram og við náðum báðum,“ sagði Borce eftir leik. Varnarleikurinn var gríðarlega öflugur hjá ÍR og mikil framför frá því í síðasta leik gegn KR. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn. Þetta er allt annað en í síðasta leik gegn KR. Núna stjórnuðum við leiknum frá byrjun og við spiluðum á okkar tempói og allt gekk okkur í hag. Við enduðum hálfleikinn með tíu stiga forystu og eins og ég sagði við strákana inní klefa í hálfleik, við verðum að tvöfalda þessa forystu,“ sagði Borce. Liðsheild ÍR var frábær og endurkoma Quincy Hankins-Cole var mikilvæg liðinu en hann átti frábæran leik á báðum endum vallarins. „Þetta var liðssigur. Eftir meiðslin vildi Quincy sýna okkur að hann hafði ekki gleymt því hvernig á að spila körfubolta. Ég held að sjálfstraustið hans sé komið og það er mikilvægt fyrir næstu leiki og ég held að hann haldi áfram að gera svipað í næstu leikjum. Við þurfum að vinna næstu leiki til að tryggja okkur inní úrslitin,“ sagði Borce.Benedikt: Með Matthías í þessum ham er þetta eitt af toppliðunum Leikur Þórs Akureyri var með því versta sem sést hefur frá liðinu í vetur. Sóknarleikurinn var illa skipulagður og náði aldrei neinum takti og vörnin var oft á tíðum skelfileg. Aðspurður um hvað hafði gerst sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins: „Við vorum bara teknir og étnir hérna í Seljaskóla. Ákefðin var öll þeirra megin, miklu grimmari, á meðan við vorum linir og það vantaði eitthvað drápseðli sem maður var að kalla eftir allan leikinn og kom aldrei. Ég vil ekki fara að benda á eitthvað eitt; þeir voru bara miklu grimmari. Þeir voru bara flottir! Með Matthías Orra í þessum ham eru þeir bara eitt af toppliðunum í þessari deild. Hvernig þeir eru svona neðarlega skil ég ekki. Þetta er alveg virkilega gott lið. Hann [Matthías] var bæði að skora sjálfur, hann var að finna Cole og sýndi fínt jafnvægi. Mér fannst Matthías bara stýra þessum leik, ásamt stúkunni. Það verður bara að segjast eins og er að þetta er háværasti heimavöllur sem ég farið á, allavega á norðurlöndum. Maður hefur farið á leik í Grikklandi og upplifað svona stemingu – frábært fyrir ÍR,“ sagði Benedikt. Það liggur ljóst fyrir að Benedikt þarf að berja einhverja hugmyndafræði inní strákana fyrir næsta leik ef liðið á ekki að missa af úrslitakeppnislestinni. „Ég þarf að ná einhverri ákefl og grimmd í næsta leik því ég vil ekki sjá okkur vera linara liðið sem tapar allir 50/50 baráttu, ég vil sjá okkur það lið sem vill þetta meira. Næsti leikur fyrir er nánast bara úrslitaleikur,“ sagði Benedikt, furðulega hress eftir slaka frammistöðu liðs síns. Matthías Orri: Ghettó Hooligans plús í jöfnunni Matthías Orri Sigurðarsson, leikstjórnandi ÍR, átti enn einn stjörnuleikinn og var aðeins hársbreidd frá þrefaldri tvennu. Hann stjórnaði sóknarleiknum vel og skoraði sjálfur mikið. Varnarleikurinn liðsins var góður og aðspurður um hvernig liðið náði að virkja sig svona vel fyrir leikinn sagði Matthías: „Varnarleikurinn var bara frábær. Þeir skora einhver átta eða tíu stig undir lokin í ruslastigum annars vorum við að halda þeim í 78 stigum. Þetta, ásamt andrúmslofti frá stuðningsmönnum okkar sem er orðið rafmagnað hérna um hálf sjö fyrir leik! Maður finnur bara hvernig þetta magnast og ég held að það sé erfitt fyrir útiliðin að koma í það, sérstaklega þegar við náum að læsa okkar varnarhelmingin svona. Þá er erfitt fyrir þá að finna einhvern takt í sókninni og þá brotnar þetta niður smátt saman hjá þeim,“ sagði Matthías. Ghettó Hooligans eru stuðningsmannasveit ÍR og í henni heyrist á leikjum. Líklegt þykir að þessi vaska sveit sé sú háværasta í deildinni og alveg ljóst að áhrif hennar er að finna í leikjum liðsins í Hertz-hellinum. „Mikil áhrif! Þú sérð það bara, um leið og þeir byrja að koma með einhverja stemningu í húsið þá hjálpa þeir. Þeir byrjuðu á þessu í Njarðvíkurleiknum og ég held við höfum bara tapað einum leik hérna síðan. Ef þú setur þetta upp í stærðfræðijöfnu þá er útkoman klárlega plús fyrir okkur.“ Blanda af frábærum sóknarleik og mjög skipulagðri vörn skóp sigurinn fyrir ÍR og allir lögðu sitt af mörkum, næstum án þess að stíga feilsspor. „Vörnin var aðalatriðið og svo hittum við ágætlega. Það fer stór hrós á þjálfarann okkar fyrir að kortleggja veikleika þeirra. Í háu hindrunum þeirra réðumst við grimmt á Tryggva og það virkaði vel. Einnig fer stórt hrós á strákana fyrir að spila hörkuvörn og vera orkumiklir allan tímann,“ sagði Matthías. Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
ÍR vann sinn sjötta heimaleik í röð þegar liðið fékk Þór Ak. í heimsókn í kvöld. Lokatölur 100-78, ÍR í vil. Það tók ÍR ekki langan tíma til að ná undirtökum í leiknum og þegar það gerðist litu leikmenn liðsins ekki við heldur héldu áfram því sem vel gekk. Þórsarar náðu aldrei að finna neinn takt í sókn og vörnin var á löngum köflum mjög döpur. Sigurinn var í raun aldrei í hættu. Hjá heimamönnum voru Quincy Cole, Danero Thomas og Mattíhas Sigurðarsson bestir Hjá Þór var Tryggvi Snær Hlinason bestur, Darrel Lewis átti spretti en aðrir langt frá sínu besta. Með sigrinum komst ÍR upp í 7. sæti deildarinnar en Þór er í sætinu fyrir neðan. Bæði lið eru með 18 stig þremur umferðum er ólokið.ÍR-Þór Ak. 100-78 (25-18, 18-15, 32-20, 25-25)ÍR: Quincy Hankins-Cole 30/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 28/9 fráköst/12 stoðsendingar, Danero Thomas 17/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sveinbjörn Claessen 9/7 fráköst, Trausti Eiríksson 2/6 fráköst/3 varin skot, Daði Berg Grétarsson 2/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2.Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 25/13 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 12/5 fráköst, George Beamon 10/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 8/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 1.Borce: Báðum markmiðum náð Borce Ilievski, þjálfari ÍR, vann heimavinnuna sína fyrir þennan leik og náði að vekja góð hughrif innan hópsins fyrir leik því spilamennska liðsins bar þess greinileg merki. „Fyrsta markmiðið var að vinna leikinn, annað markmiðið var að vinna með meira en sextán. Við hefðum verið ánægðir með að ná fyrsta en strákarnir lögðu sig mikið fram og við náðum báðum,“ sagði Borce eftir leik. Varnarleikurinn var gríðarlega öflugur hjá ÍR og mikil framför frá því í síðasta leik gegn KR. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn. Þetta er allt annað en í síðasta leik gegn KR. Núna stjórnuðum við leiknum frá byrjun og við spiluðum á okkar tempói og allt gekk okkur í hag. Við enduðum hálfleikinn með tíu stiga forystu og eins og ég sagði við strákana inní klefa í hálfleik, við verðum að tvöfalda þessa forystu,“ sagði Borce. Liðsheild ÍR var frábær og endurkoma Quincy Hankins-Cole var mikilvæg liðinu en hann átti frábæran leik á báðum endum vallarins. „Þetta var liðssigur. Eftir meiðslin vildi Quincy sýna okkur að hann hafði ekki gleymt því hvernig á að spila körfubolta. Ég held að sjálfstraustið hans sé komið og það er mikilvægt fyrir næstu leiki og ég held að hann haldi áfram að gera svipað í næstu leikjum. Við þurfum að vinna næstu leiki til að tryggja okkur inní úrslitin,“ sagði Borce.Benedikt: Með Matthías í þessum ham er þetta eitt af toppliðunum Leikur Þórs Akureyri var með því versta sem sést hefur frá liðinu í vetur. Sóknarleikurinn var illa skipulagður og náði aldrei neinum takti og vörnin var oft á tíðum skelfileg. Aðspurður um hvað hafði gerst sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins: „Við vorum bara teknir og étnir hérna í Seljaskóla. Ákefðin var öll þeirra megin, miklu grimmari, á meðan við vorum linir og það vantaði eitthvað drápseðli sem maður var að kalla eftir allan leikinn og kom aldrei. Ég vil ekki fara að benda á eitthvað eitt; þeir voru bara miklu grimmari. Þeir voru bara flottir! Með Matthías Orra í þessum ham eru þeir bara eitt af toppliðunum í þessari deild. Hvernig þeir eru svona neðarlega skil ég ekki. Þetta er alveg virkilega gott lið. Hann [Matthías] var bæði að skora sjálfur, hann var að finna Cole og sýndi fínt jafnvægi. Mér fannst Matthías bara stýra þessum leik, ásamt stúkunni. Það verður bara að segjast eins og er að þetta er háværasti heimavöllur sem ég farið á, allavega á norðurlöndum. Maður hefur farið á leik í Grikklandi og upplifað svona stemingu – frábært fyrir ÍR,“ sagði Benedikt. Það liggur ljóst fyrir að Benedikt þarf að berja einhverja hugmyndafræði inní strákana fyrir næsta leik ef liðið á ekki að missa af úrslitakeppnislestinni. „Ég þarf að ná einhverri ákefl og grimmd í næsta leik því ég vil ekki sjá okkur vera linara liðið sem tapar allir 50/50 baráttu, ég vil sjá okkur það lið sem vill þetta meira. Næsti leikur fyrir er nánast bara úrslitaleikur,“ sagði Benedikt, furðulega hress eftir slaka frammistöðu liðs síns. Matthías Orri: Ghettó Hooligans plús í jöfnunni Matthías Orri Sigurðarsson, leikstjórnandi ÍR, átti enn einn stjörnuleikinn og var aðeins hársbreidd frá þrefaldri tvennu. Hann stjórnaði sóknarleiknum vel og skoraði sjálfur mikið. Varnarleikurinn liðsins var góður og aðspurður um hvernig liðið náði að virkja sig svona vel fyrir leikinn sagði Matthías: „Varnarleikurinn var bara frábær. Þeir skora einhver átta eða tíu stig undir lokin í ruslastigum annars vorum við að halda þeim í 78 stigum. Þetta, ásamt andrúmslofti frá stuðningsmönnum okkar sem er orðið rafmagnað hérna um hálf sjö fyrir leik! Maður finnur bara hvernig þetta magnast og ég held að það sé erfitt fyrir útiliðin að koma í það, sérstaklega þegar við náum að læsa okkar varnarhelmingin svona. Þá er erfitt fyrir þá að finna einhvern takt í sókninni og þá brotnar þetta niður smátt saman hjá þeim,“ sagði Matthías. Ghettó Hooligans eru stuðningsmannasveit ÍR og í henni heyrist á leikjum. Líklegt þykir að þessi vaska sveit sé sú háværasta í deildinni og alveg ljóst að áhrif hennar er að finna í leikjum liðsins í Hertz-hellinum. „Mikil áhrif! Þú sérð það bara, um leið og þeir byrja að koma með einhverja stemningu í húsið þá hjálpa þeir. Þeir byrjuðu á þessu í Njarðvíkurleiknum og ég held við höfum bara tapað einum leik hérna síðan. Ef þú setur þetta upp í stærðfræðijöfnu þá er útkoman klárlega plús fyrir okkur.“ Blanda af frábærum sóknarleik og mjög skipulagðri vörn skóp sigurinn fyrir ÍR og allir lögðu sitt af mörkum, næstum án þess að stíga feilsspor. „Vörnin var aðalatriðið og svo hittum við ágætlega. Það fer stór hrós á þjálfarann okkar fyrir að kortleggja veikleika þeirra. Í háu hindrunum þeirra réðumst við grimmt á Tryggva og það virkaði vel. Einnig fer stórt hrós á strákana fyrir að spila hörkuvörn og vera orkumiklir allan tímann,“ sagði Matthías.
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira