Lífið

David Bowie sigurvegari Brit-verðlaunahátíðarinnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Brit tónlistarverðlaunahátíðin fór fram í kvöld.
Brit tónlistarverðlaunahátíðin fór fram í kvöld. Vísir/AFP
Það má með sanni segja að hinn sálugi David Bowie, hafi verið sigurvegari Brit-verðlaunahátíðarinnar sem fram fór í kvöld. Hann hreppti verðlaun fyrir bestu bresku plötuna og þá var hann einnig kjörinn besti breski karlkyns sólótónlistarmaðurinn.

Hann er því fyrstur allra til þess að hljóta þessi verðlaun eftir dauða sinn, en Bowie lést eins og kunnugt er í janúar 2016.

Meðal annarra sigurvegara var tónlistarkonan Emeli Sande, sem var kjörin besti kvenkyns solotónlistarmaðurinn, auk þess sem hljómsveitin The 1975 var valin besta breska hljómsveitin. Þá var söngvarinn Rag'N'Bone Man kjörinn besti breski nýliðinn.

Fjöldi tónlistarmanna kom fram á hátíðinni, þar á meðal bandaríska söngkonan Katy Perry en söngvarans George Michael var einnig minnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×