Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 19:53 Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um nauðgað tveimur konum og káfað á þriðju konunni eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi þann 13. febrúar síðastliðinn. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherbergi þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér. Í greinargerð lögreglunnar á Suðurlandi sem lögð var fyrir dóm kemur fram að konurnar hafi báðar verið í miklu uppnámi þegar lögreglu bar að garði og þurfti önnur þeirra að fá róandi sprautu hjá sjúkraliði á vettvangi. Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum. Við líkamsleit á manninum fundust svartar kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa hans og leikur grunur á um að annar brotaþolanna eigi umræddar nærbuxur.Framburður mannsins talinn ótrúverðugur Við yfirheyrslur kannaðist maðurinn við að hafa farið inn á bæði herbergin sem um ræðir og haft samræði við konurnar sem þar voru. Taldi hann að samræðið væri með samþykki kvennanna en þegar þær hafi sagt honum að hætta hafi hann strax hætt. Hann hafi neitað að um nauðgun hafi verið að ræða og að líklega væri um misskilning að ræða. Nokkrum dögum síðar hafði þriðja konan samband við lögreglu kvaðst vilja kæra kærða fyrir kynferðisbrot sem hafi átt sér stað á herbergi á hótelinu. Greindi hún frá því að hún hafi verið sofandi í rúmi í umræddu herbergi, undir sæng, þegar hún hafi vaknað upp við það að einhver hafi verið að káfa á innanverðu læri hennar og rassi, innanklæða, undir sænginni Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur.Staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurðs héraðsdóms og mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 17. mars næstkomandi. Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um nauðgað tveimur konum og káfað á þriðju konunni eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi þann 13. febrúar síðastliðinn. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherbergi þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér. Í greinargerð lögreglunnar á Suðurlandi sem lögð var fyrir dóm kemur fram að konurnar hafi báðar verið í miklu uppnámi þegar lögreglu bar að garði og þurfti önnur þeirra að fá róandi sprautu hjá sjúkraliði á vettvangi. Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum. Við líkamsleit á manninum fundust svartar kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa hans og leikur grunur á um að annar brotaþolanna eigi umræddar nærbuxur.Framburður mannsins talinn ótrúverðugur Við yfirheyrslur kannaðist maðurinn við að hafa farið inn á bæði herbergin sem um ræðir og haft samræði við konurnar sem þar voru. Taldi hann að samræðið væri með samþykki kvennanna en þegar þær hafi sagt honum að hætta hafi hann strax hætt. Hann hafi neitað að um nauðgun hafi verið að ræða og að líklega væri um misskilning að ræða. Nokkrum dögum síðar hafði þriðja konan samband við lögreglu kvaðst vilja kæra kærða fyrir kynferðisbrot sem hafi átt sér stað á herbergi á hótelinu. Greindi hún frá því að hún hafi verið sofandi í rúmi í umræddu herbergi, undir sæng, þegar hún hafi vaknað upp við það að einhver hafi verið að káfa á innanverðu læri hennar og rassi, innanklæða, undir sænginni Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur.Staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurðs héraðsdóms og mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 17. mars næstkomandi.
Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15