Skrefin í vínbúðina Sæunn Kjartansdóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun