Lífið

Sjáðu hvað er í 100 þúsund dollara gjafapoka Óskarsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Emma Stone er ein af þeim sem fær gjafapoka en hún er tilnefnd sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í La La Land.
Emma Stone er ein af þeim sem fær gjafapoka en hún er tilnefnd sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í La La Land. vísir/getty
Óskarsverðlaunin verða veitt á sunnudag og eru stjörnurnar því nú í óða önn að undirbúa sig fyrir hátíðina. Það er ýmislegt sem fylgir Óskarnum og þar á meðal gjafapoki að verðmæti 100 þúsund dollarar, eða jafnvirði 11 milljóna króna, sem 25 af þeim sem tilnefndir eru og kynnirinn fá.

Pokinn er ekki gefinn af Óskarsakademíunni sjálfri heldur fyrirtækinu Distinctive Access sem hefur gefið poka síðastliðinn 15 ár.

Á meðal þess sem er í gjafapokanum í ár er ferð til Hawaii, helgi á sveitasetri í Norður-Karólínu, 13 karata gull-og demantshálsmen, Crayola-vaxlitir sem sérstaklega eru framleiddir í tilefni Óskarsins, koddi, sýróp og handtaska en í frétt Business Insider má sjá allt það sem leynist í pokanum.



Uppfært:
Í fyrri útgáfu fréttarinnar slæddist inn reikningsvilla þegar sagt var að 100 þúsund dollarar jafngiltu 1,1 milljón króna. Hið rétta er að það eru 11 milljónir króna. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×