Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 19:00 Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“ Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“
Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30
Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00