Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 19:00 Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“ Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“
Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30
Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00