Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. febrúar 2017 20:00 Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. Kjaradeila sjómanna er sú lengsta sem embætti ríkissáttasemjara hefur haft á sínu borði frá stofnun embættisins. Um klukkustund eftir að samþykkja nýjan kjarasamning við útgerðarmenn og verkfalli hafði verið aflýst var öll áhöfnin á Ásbirni RE50 mætt í skip að búa sig til brottfarar. En spólum aðeins aftur í tímann. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags og strax sama dag og fram á sunnudag var samningurinn kynntur sjómönnum og fór hann til atkvæðagreiðslu. En hún stóð stutt yfir og á áttunda tímanum í gærkvöldi voru kjörkassar með atkvæðum sjómanna um nýjan kjarasamning bornir inn í húsakynni ríkissáttasemjara. Fulltrúar sjómanna tóku sig til og undirbjó talningu sem hófst formlega klukkan átta. Á meðan sátu fulltrúar SFS frammi og biðu niðurstöðunnar en skömmu seinna voru þeir kallaðir inn í fundarherbergi sjómanna þar sem farið var yfir úrslit kosninganna. Eftir það fengu fjölmiðlar hvernig atkvæðagreiðslan hefði farið. Já sögðu 623 eða 52,4%, nei sögðu 558 eða 46,9%. Auðir og ógildir voru átta eða 0,7% og samningurinn telst því samþykktur að hálfu sjómanna og stjórn SFS samþykkti samninginn líka einróma,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er deilan sú lengsta í sögu embættisins frá upphafi. Samningur sjómanna við útgerðina losnaði 1. janúar árið 2011 og þangað til í gær voru sjómenn án kjarasamnings í 2242 daga eða sex ár, einn mánuð og nítján daga. Kjaradeilan fór til ríkissáttasemjara 22. maí 2012 og var þar í 1735 daga. Sjómenn gátu haldið til veiða í gær.Vísir/AntonSkárri kosturinn valinn Fulltrúar sjómanna og útgerðamanna voru fegnir niðurstöðunni og fóru strax í að tilkynna um niðurstöðuna svo skip gætu haldið til sjós eins fljót og auðið var. „Við erum komin með samning sem að báðir aðilar hafa samþykkt og það er ótrúlega dýrmætt að það þurfti ekki að grípa til inngrips þriðja aðila,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi. „Það held ég alveg örugglega. Ég held að menn hafi alveg gert sér grein fyrir því að það gætu komið lög á menn ef þetta yrði ekki samþykkt enda held ég að menn hafi valið skárri kostinn,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég svona þessa tilfinningu að við myndum klára þetta og ná þessu í gegn núna þegar við skrifuðum undir og við fengum staðfestingu á því í kvöld og ég er bara gríðarlega ánægður og þakklátur,“ sagði Jens Garðarsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Ósáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra Það var samt tæpt að samningurinn yrði samþykktur og athyglu vekur að rétt rúmlega fimmtíu prósent þeirra sem voru að kjörskrá tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það er alltaf þannig að þegar verið er að leysa eina erfiðustu kjaradeilu Íslandsögunnar, ef þannig má að orði komast að þá er viss léttir í því. Það er alltaf smá kvíðbogi yfir því þegar atkvæðagreiðsla fer með þessum hætti þar sem að helmingur félagsmanna er ekki sáttur,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Verkfall sjómanna hefur haft víðtæk áhrif, þá sérstaklega á landvinnsluna en meira en fimmtán hundruð manns voru komnir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins. „Í mínu bæjarfélagi og hjá mér eru fleiri hundruð fiskvinnslukonur, ég er með þannig stéttarfélag, þetta er deildaskipt félag, þannig að ég hef haft miklar áhyggjur af þessu öllu saman og við höfum reynt að leggja okkur í líma við að reyna leysa þessa erfiðu deilu,“ sagði Vilhjálmur Og Vilhjálmur var ekki sáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra að kjaradeilunni. „Ég neita núna að tjá mig um aðkomu sjávarútvegsráðherra. Hún var henni ekki til sóma. Svo mikið er víst,“ sagði Vilhjálmur.Skipverjar á Ásbirni RE50 gera sig klára eftir langt verkfall.Vísir/AntonSjómenn fegnir að vera aftur komnir til starfa Þrátt fyrir að tæpur helmingur sjómanna hafi ekki mætt á kjörstað og greitt samningnum atkvæði um helgina eru flestir fegnir því að vera komnir til vinnu aftur. Eins og sjá mátti á Reykjavíkurhöfn eru flest þeirra skipa sem voru þar í gær, farin til veiða. „Það verður gott að komast í vinnuna aftur,“ sagði Friðleifur Eiríksson, skipstjóri á Ásbirni RE 50 í gær. „Ég held að það hafi ekki verið neitt meira í boði. Við komum sæmilega út úr þessu en það hefði verið hægt að gera betur,“ sagði Emil Sigurður Magnússon, stýrimaður á Ásbirni en rætt var við fleiri skipverja á Ásbirni en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda „Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi," segir framkvæmdastjóri SFS. 19. febrúar 2017 22:45 Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. Kjaradeila sjómanna er sú lengsta sem embætti ríkissáttasemjara hefur haft á sínu borði frá stofnun embættisins. Um klukkustund eftir að samþykkja nýjan kjarasamning við útgerðarmenn og verkfalli hafði verið aflýst var öll áhöfnin á Ásbirni RE50 mætt í skip að búa sig til brottfarar. En spólum aðeins aftur í tímann. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags og strax sama dag og fram á sunnudag var samningurinn kynntur sjómönnum og fór hann til atkvæðagreiðslu. En hún stóð stutt yfir og á áttunda tímanum í gærkvöldi voru kjörkassar með atkvæðum sjómanna um nýjan kjarasamning bornir inn í húsakynni ríkissáttasemjara. Fulltrúar sjómanna tóku sig til og undirbjó talningu sem hófst formlega klukkan átta. Á meðan sátu fulltrúar SFS frammi og biðu niðurstöðunnar en skömmu seinna voru þeir kallaðir inn í fundarherbergi sjómanna þar sem farið var yfir úrslit kosninganna. Eftir það fengu fjölmiðlar hvernig atkvæðagreiðslan hefði farið. Já sögðu 623 eða 52,4%, nei sögðu 558 eða 46,9%. Auðir og ógildir voru átta eða 0,7% og samningurinn telst því samþykktur að hálfu sjómanna og stjórn SFS samþykkti samninginn líka einróma,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er deilan sú lengsta í sögu embættisins frá upphafi. Samningur sjómanna við útgerðina losnaði 1. janúar árið 2011 og þangað til í gær voru sjómenn án kjarasamnings í 2242 daga eða sex ár, einn mánuð og nítján daga. Kjaradeilan fór til ríkissáttasemjara 22. maí 2012 og var þar í 1735 daga. Sjómenn gátu haldið til veiða í gær.Vísir/AntonSkárri kosturinn valinn Fulltrúar sjómanna og útgerðamanna voru fegnir niðurstöðunni og fóru strax í að tilkynna um niðurstöðuna svo skip gætu haldið til sjós eins fljót og auðið var. „Við erum komin með samning sem að báðir aðilar hafa samþykkt og það er ótrúlega dýrmætt að það þurfti ekki að grípa til inngrips þriðja aðila,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi. „Það held ég alveg örugglega. Ég held að menn hafi alveg gert sér grein fyrir því að það gætu komið lög á menn ef þetta yrði ekki samþykkt enda held ég að menn hafi valið skárri kostinn,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég svona þessa tilfinningu að við myndum klára þetta og ná þessu í gegn núna þegar við skrifuðum undir og við fengum staðfestingu á því í kvöld og ég er bara gríðarlega ánægður og þakklátur,“ sagði Jens Garðarsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Ósáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra Það var samt tæpt að samningurinn yrði samþykktur og athyglu vekur að rétt rúmlega fimmtíu prósent þeirra sem voru að kjörskrá tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það er alltaf þannig að þegar verið er að leysa eina erfiðustu kjaradeilu Íslandsögunnar, ef þannig má að orði komast að þá er viss léttir í því. Það er alltaf smá kvíðbogi yfir því þegar atkvæðagreiðsla fer með þessum hætti þar sem að helmingur félagsmanna er ekki sáttur,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Verkfall sjómanna hefur haft víðtæk áhrif, þá sérstaklega á landvinnsluna en meira en fimmtán hundruð manns voru komnir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins. „Í mínu bæjarfélagi og hjá mér eru fleiri hundruð fiskvinnslukonur, ég er með þannig stéttarfélag, þetta er deildaskipt félag, þannig að ég hef haft miklar áhyggjur af þessu öllu saman og við höfum reynt að leggja okkur í líma við að reyna leysa þessa erfiðu deilu,“ sagði Vilhjálmur Og Vilhjálmur var ekki sáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra að kjaradeilunni. „Ég neita núna að tjá mig um aðkomu sjávarútvegsráðherra. Hún var henni ekki til sóma. Svo mikið er víst,“ sagði Vilhjálmur.Skipverjar á Ásbirni RE50 gera sig klára eftir langt verkfall.Vísir/AntonSjómenn fegnir að vera aftur komnir til starfa Þrátt fyrir að tæpur helmingur sjómanna hafi ekki mætt á kjörstað og greitt samningnum atkvæði um helgina eru flestir fegnir því að vera komnir til vinnu aftur. Eins og sjá mátti á Reykjavíkurhöfn eru flest þeirra skipa sem voru þar í gær, farin til veiða. „Það verður gott að komast í vinnuna aftur,“ sagði Friðleifur Eiríksson, skipstjóri á Ásbirni RE 50 í gær. „Ég held að það hafi ekki verið neitt meira í boði. Við komum sæmilega út úr þessu en það hefði verið hægt að gera betur,“ sagði Emil Sigurður Magnússon, stýrimaður á Ásbirni en rætt var við fleiri skipverja á Ásbirni en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda „Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi," segir framkvæmdastjóri SFS. 19. febrúar 2017 22:45 Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda „Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi," segir framkvæmdastjóri SFS. 19. febrúar 2017 22:45
Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48
Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34