Enski boltinn

Þessar aðstæður bíða Arsenal-manna í kvöld | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur lítið breyst í búningsklefanum síðan að Sutton United vann þennan bikarsigur árið 1989.
Það hefur lítið breyst í búningsklefanum síðan að Sutton United vann þennan bikarsigur árið 1989. Vísir/Getty
Gander Green Lane fær ekki oft sviðsljósið í fótboltaheiminum en þessi leikvangur verður í aðalhlutverki í kvöld þegar lokaleikur sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar fer þar fram.

Utandeildarlið Sutton United tekur þá á móti stórliði Arsenal. Það er ekki langt fyrir Arsenal manna að fara til Sutton, sem er úthverfi London, en það verða mikil viðbrigði fyrir stórstjörnur liðsins að spila á þessum velli.

Það komast bara fimm þúsund manns á völlinn og það segir sig sjálft að heimamenn í Sutton United eru mjög langt frá því að anna eftirspurn.

Það er ekki bara að Gander Green Lane leikvangurinn er lítill með fátæklegri aðstöðu fyrir leikmenn í búningsklefunum heldur er völlurinn sjálfur lagður gervigrasi.

Arsenal fékk aðeins 750 miða á leikinn og þess vegna verða langflestir stuðningsmenn Arsenal að sætta sig við að horfa á leikinn í sjónvarpinu. Þeir gætu stillt á Stöð 2 Sport en útsending frá leiknum hefst þar klukkan 19.45. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan 19.55.

Sigurvegarinn í kvöld mætir síðan utandeildarliði Lincoln City í átta liða úrslitum enska bikarsins. Arsenal ætti því að vera með öruggt sæti í undanúrslitunum en liðið þarf náttúrulega að klára þessa leiki á móti þessum tveimur öskubusku-liðum í enska bikarnum í vetur.

Twitter-síðan PA Dugout skellti í fróðlegt myndaband þar sem farið er yfir helstu staðreyndirnar tengdum Gander Green Lane og leiknum í kvöld og þar má líka sjá yfirlitsmyndir af vellinum.

Það má sjá þetta myndband og fleiri myndir hér fyrir neðan.

et='utf-8'>



Fleiri fréttir

Sjá meira


×