Fjölmiðlar birta myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 07:41 Frá vettvangi morðsins á flugvellinum í Kuala Lumpur. vísir/epa Japönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Tvær konur réðust á Jong-nam á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu á mánudaginn í síðustu viku en talið er að þær hafi spreyjað eiturefnum í andlitið á honum. Jong-nam, sem bjó lengst af erlendis, lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítala en grunur leikur á að morðið sé runnið undan rifjum yfirvalda í Norður-Kóreu. Fjórir eru í haldi vegna morðsins, indónesísk kona, malasískur karlmaður, víetnömsk kona og norður-kóreskur karlmaður. Greint var frá því fyrir helgi að indónesíska konan hélt að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, sýnir tvö sjónarhorn á árásinni sem leiddi til dauða Jong-nam. Það er úr eftirlitsmyndavélum á flugvellinum og á því sést hvar kona ræðst aftan að manni sem talið er að sé Jong-nam. Konan virðist setja hendurnar yfir andlitið á honum og labba síðan í burtu auk þess sem önnur kona sést fara af vettvangi. Þá sést líka hvar Jong-nam, klæddur í bláa skyrtu og gráan jakka, skjögrar um flugvöllinn þar sem hann reynir að þurrka sér í framan og biðja um aðstoð frá starfsfólki flugvallarins. Hér að neðan má sjá myndbandið eins og það er birt á vef breska dagblaðsins The Guardian en rétt er að vara viðkvæma við því. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Japönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Tvær konur réðust á Jong-nam á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu á mánudaginn í síðustu viku en talið er að þær hafi spreyjað eiturefnum í andlitið á honum. Jong-nam, sem bjó lengst af erlendis, lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítala en grunur leikur á að morðið sé runnið undan rifjum yfirvalda í Norður-Kóreu. Fjórir eru í haldi vegna morðsins, indónesísk kona, malasískur karlmaður, víetnömsk kona og norður-kóreskur karlmaður. Greint var frá því fyrir helgi að indónesíska konan hélt að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, sýnir tvö sjónarhorn á árásinni sem leiddi til dauða Jong-nam. Það er úr eftirlitsmyndavélum á flugvellinum og á því sést hvar kona ræðst aftan að manni sem talið er að sé Jong-nam. Konan virðist setja hendurnar yfir andlitið á honum og labba síðan í burtu auk þess sem önnur kona sést fara af vettvangi. Þá sést líka hvar Jong-nam, klæddur í bláa skyrtu og gráan jakka, skjögrar um flugvöllinn þar sem hann reynir að þurrka sér í framan og biðja um aðstoð frá starfsfólki flugvallarins. Hér að neðan má sjá myndbandið eins og það er birt á vef breska dagblaðsins The Guardian en rétt er að vara viðkvæma við því.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00
Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22
Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48