Innlent

Sérkennilegt mynstur á Þingvallavatni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ísinn myndar nokkurs konar tröppugang.
Ísinn myndar nokkurs konar tröppugang. þjóðgarðurinn þingvöllur
Ísalagnir og brot hafa vakið athygli fólks við Þingvallavatn í dag, þar sem ísinn hefur myndað mjög sérkennilegt mynstur. Sprungan sem myndast hefur á vatninu myndar nokkurs konar tröppugang, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

„Frá aldamótum hefur Þingvallavatn ekki lagt almennilega né lengi vegna hækkunar hitastigs. Mismikill ís hefur myndast en sjaldnast í anda fyrri daga þegar hægt var að ferðast um vatnið þvert og endilangt. Í vetur hefur varla orðið til ís fyrr en undanfarna vikur þegar lagði vatnið að hluta,“ segir á Facebook-síðu Þingvalla.

Tekið er sérstaklega fram að ísinn sé alls ekki mannheldur og er fólki því ráðlagt gegn því að fara út á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×