Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Þurfum að ræða óraunhæfar væntingar um karlmennsku

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Á kynjafræði að vera skyldufag í skólum? Gagnast kynjafræði strákum? Eru strákar alltaf sökudólgarnir og stúlkurnar fórnarlömb í kynjafræðum?

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari, er gestur Sindra Sindrasonar í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún kennir kynjafræði í Borgarholtsskóla og hefur gert undanfarin 11 ár. Hanna Björg segir að ef kynjafræði væri skyldufag í skólakerfinu, liti heimurinn öðruvísi út.

Sindri og Hanna Björg ræða meðal annars viðkvæm mál eins og drusluskömm, klámvæðingu og óraunhæfar væntingar um karlmennsku. 

Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast 18.30, að vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×