Erlent

Tusk endurkjörinn þrátt fyrir mótmæli Pólverja

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Vísir/AFP
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur verið endurkjörinn á leiðtogafundi ESB. Hann mun því sinna embætti sínu í minnst 30 mánuði til viðbótar. Ríkisstjórn Pólands, heimalands Tusk, hafði sett sig á móti endurkjöri hans.

Angela Merkel hafði lýst yfir stuðningi sínum við Tusk og sagði að endurkjör hans yrði merki um stöðugleika. Hann hafði fengið stuðning víða innan bandalagsins.

Tusk var áður forsætisráðherra Póllands og hann og núverandi stjórnvöld Póllands hafa lengi eldað grátt silfur saman. Pólverjar höfðu hótað því að koma í veg fyrir að kosið yrði á fundinum í dag.

Francois Hollande, forseti Frakklands, sagðist ekki sjá fyrir sér hvernig það ætti að virka hjá Pólverjum, vegna þess mikla stuðnings sem Tusk hefur verið veittur.

Beata Szydło, forsætisráðherra Póllands, sagði kosninguna hafa verið hættulegt fordæmi. Reglur ESB segja til um að frambjóðendur þurfa eingöngu hefðbundinn meirihluta til að verða kosnir í embætti forseta leiðtogaráðsins. Hins vegar hefur atkvæðagreiðslan yfirleitt verið samhljóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×