Innlent

Meirihluti á móti vegtollum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hugmyndir samgönguráðherra, um að setja vegatoll á valdar leiðir í kringum höfuðborgarsvæðið, hafa víða fallið í grýttan jarðveg.
Hugmyndir samgönguráðherra, um að setja vegatoll á valdar leiðir í kringum höfuðborgarsvæðið, hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Vísir/Pjetur
Um 58 prósent Íslendinga eru á móti vegtollum, sem notaðir yrðu til uppbyggingar á vegakerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. 42 prósent segjast vera hlynnt þeim.

Um 30 prósent þeirra sem svöruðu segjast vera hlynnt vegtollum til uppbyggingar á vegakerfinu aðeins þar sem val er um aðra leið. Tólf til þrettán prósent segjast vera hlynnt vegtollum til uppbyggingar á vegakerfinu óháð því hvort val um aðra leið er til staðar eða ekki.

Sunnlendingar og Reyknesingar eru helst á móti vegatollum, eða slétt 73 prósent en 50 prósent Reykvíkinga er á móti vegtollum. Einnig er munur á milli svarenda eftir menntun en þar eru á milli 72 og 73 prósent þeirra aðeins með grunnskólapróf á móti vegtollum en á billinu 54-57 prósent þeirra sem hafa lengri skólagöngu.

Hugmyndir samgönguráðherra, um að setja vegatoll á valdar leiðir í kringum höfuðborgarsvæðið, hafa víða fallið í grýttan jarðveg en settur hefur verið saman starfshópur til þess að vinna að hugmyndum um nýjar leiðir í fjármögnun samgöngumannvirkja. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að að setja á vegtolla.


Tengdar fréttir

Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt

Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni.

Vonir um Borgarlínu innan fimm til tíu ára

Borgarlína með léttlestum eða hraðvögnum getur tengt saman helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins. Sambærileg kerfi hafa verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir minni borgir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×