Enski boltinn

Uxinn vill fara frá Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Uxinn er á förum.
Uxinn er á förum. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá vill Alex Oxlade-Chamberlain komast frá Arsenal í sumar.

Þessum 23 ára gamla leikmanni finnst hann hafa staðnað hjá félaginu og vill leita gæfunnar annars staðar í von um að taka frekari framförum.

Þess utan finnst honum að félagið taki sér sem sjálfsögðum hlut og er ósáttur við hversu lítið hann fær að spila. Félagið hefur einnig lítið vilja ræða við hann um nýjan samning nú þegar hann á aðeins fimmtán mánuði eftir af núverandi samningi.

Hann er ekki sagður hafa áhuga á því að framlengja við félagið eins og staðan er í dag. Uxinn hefur verið orðaður við bæði Manchester-liðin og Liverpool.

Oxlade-Chamberlain hefur skorað tvö mörk og gefið fjórar stoðsendingar í 22 leikjum í deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×