Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2017 08:30 Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið. Hækkunina má að einhverju leyti rekja til Airbnb vísir/anton brink Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira