Ofurhetjusaga með vestrakryddi Tómas Valgeirsson skrifar 9. mars 2017 08:00 Hugh Jackman og Patrick Stewart fara með tvö aðalhlutverkin í myndinni Logan. NORDICPHOTOS/AFP Eftir því sem ofurhetjumyndum hefur fjölgað í gegnum árin hafa þær óneitanlega, kannski óhjákvæmilega, dottið í vissar formúlur sem farnar eru að plaga þær. Borgir eyðileggjast, tölvubrellur drekkja nær öllu á skjánum, fræjum er stráð fyrir komandi kafla og stöðugt verður erfiðara að bjóða upp á ferskleika svo áhorfendur þreytist ekki á geiranum. Verst er samt hvað oft getur verið erfitt að trekkja upp spennu þegar ósigrandi fólk í þröngum búningum eltist sífellt við það að koma í veg fyrir heimsenda. Serían um stökkbreyttu X-mennina hefur bæði átt sína slæmu daga og góðu á þeim 17 árum sem hún hefur verið í gangi, en með Logan er breytt algjörlega um tón og stíl, hún er frábrugðin allflestu sem hefur einkennt myndasögumyndir síðustu áraraða. Þetta setur hana í ákveðinn sérflokk. Til að byrja með eru engar stórar hættur í þessari mynd og er hún heldur ekki mestmegnis gíruð að unglingum eða gerð til þess að selja varning. Öllu heldur er þetta dökk, mannleg og töluvert lágstemmdari saga sem á meira sameiginlegt með vestra af gamla skólanum heldur en hefðbundinni ofurhetjumynd. Logan er tæknilega séð tíunda myndin í stærri seríu og í rauninni sú þriðja í hinum svokallaða Wolverine-þríleik, en myndin er líka hönnuð til þess að standa sjálfstæð. Sagan gerist árið 2029 og heimurinn er allt öðruvísi en við höfum áður séð í X-myndunum. Ofurhetjuteymið er löngu horfið, titilpersónan starfar núna sem bílstjóri og lætur lítið fyrir sér fara. Til að bæta gráu ofan á svart er maðurinn drykkfelldur og með takmarkaðan lífsvilja. Dag einn er honum gefið það verkefni að flytja dularfulla, mállausa stúlku þvert yfir landið, en fljótlega kemur í ljós að það mun ekki reynast áhættulaust verkefni. Það sem í fyrstu hljómar eins og dæmigerð vega(hasar)mynd reynist á endanum vera merkilega þýðingarmikil, falleg en ekki síður grimm saga sem tekur á dauðleika, aflausn og syndum feðranna. Leikstjórinn James Mangold sækir innblástur frá myndum á borð við Unforgiven, Children of Men og meira að segja Mad Max: Beyond Thunderdome. En að þessu frátöldu er það einfaldlega flugbeitt og áhrifaríkt handrit sem keyrir þessa sögu. Mangold gætir þess að leggja áherslu á smáatriði hjá persónunum án þess að útskýra hlutina fullmikið.Dafne Keen stóð sig vel í hlutverki hinnar mállausu Lauru.NORDICPHOTOS/AFPOfbeldi spilar líka stóran hluta og 16 ára aldursstimpillinn er nýttur til hins ítrasta. Mangold er hins vegar ekki að leita eftir því að áhorfendur reki stöðugt hnefann upp í loftið að gefnu tilefni, þó hetjurnar fái að sjálfsögðu sín augnablik. Hér kemur þó eitthvað fram sem ofurhetjumyndir eru minna fyrir að sýna, sem er að ofbeldi hefur ljótar afleiðingar og við finnum fyrir þeim út söguna og hvernig atburðirnir hemla og móta karakterana. Tengsl og sambönd þeirra eiga allan forgang. Öflugur hasar og tilheyrandi brellur eru í öðru sæti, en koma prýðilega út engu að síður. Hugh Jackman er auðvitað þrælvanur fígúrunni og fer létt með að rúlla upp eldri, bugaðri gerðinni af Wolverine. Handritið býður líka upp á það að leyfa honum að finna nýja, dýpri vinkla á þessu hlutverki. Svipað má segja um Patrick Stewart, leikur hans er áhrifaríkur og hann sýnir aðdáendum seríunnar átakanlegri hliðar á Charles Xavier sem ekki hafa áður sést. Senuþjófur myndarinnar er annars nýstirnið Dafne Keen í hlutverki hinnar mállausu Lauru. Myndin hefði auðveldlega getað molnað í sundur með rangri leikkonu í þessu hlutverki en Keen hefur bæði þá hörku og mýkt sem þarf til þess að gæða persónuna heilmiklu lífi og með eftirminnilegum hætti. Þegar allt kemur til alls er Logan svo miklu meira en „bara ofurhetjumynd“ og gengur sagan alveg upp þó viðkomandi þekki ekki X-Men seríuna. Hún er ekki hnökralaus en gallarnir eru smáir (til að mynda passar lokalagið með Johnny Cash ekki alveg við endi myndarinnar) og draga ekkert úr krafti framvindunnar. Útkoman tekur ekki bara fyrri Wolverine-myndirnar léttilega í nefið heldur er þetta albesta myndin í seríunni sem hún tilheyrir. Ef þetta á að vera síðasta skiptið þar sem Jackman spreytir sig í hlutverkinu er þetta stórglæsilegur og grípandi svanasöngur hjá kappanum.Niðurstaða: Flott handrit og spennandi saga tryggir það að Wolverine hefur aldrei verið beittari á hvíta tjaldinu, eða tilfinningaríkari. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Eftir því sem ofurhetjumyndum hefur fjölgað í gegnum árin hafa þær óneitanlega, kannski óhjákvæmilega, dottið í vissar formúlur sem farnar eru að plaga þær. Borgir eyðileggjast, tölvubrellur drekkja nær öllu á skjánum, fræjum er stráð fyrir komandi kafla og stöðugt verður erfiðara að bjóða upp á ferskleika svo áhorfendur þreytist ekki á geiranum. Verst er samt hvað oft getur verið erfitt að trekkja upp spennu þegar ósigrandi fólk í þröngum búningum eltist sífellt við það að koma í veg fyrir heimsenda. Serían um stökkbreyttu X-mennina hefur bæði átt sína slæmu daga og góðu á þeim 17 árum sem hún hefur verið í gangi, en með Logan er breytt algjörlega um tón og stíl, hún er frábrugðin allflestu sem hefur einkennt myndasögumyndir síðustu áraraða. Þetta setur hana í ákveðinn sérflokk. Til að byrja með eru engar stórar hættur í þessari mynd og er hún heldur ekki mestmegnis gíruð að unglingum eða gerð til þess að selja varning. Öllu heldur er þetta dökk, mannleg og töluvert lágstemmdari saga sem á meira sameiginlegt með vestra af gamla skólanum heldur en hefðbundinni ofurhetjumynd. Logan er tæknilega séð tíunda myndin í stærri seríu og í rauninni sú þriðja í hinum svokallaða Wolverine-þríleik, en myndin er líka hönnuð til þess að standa sjálfstæð. Sagan gerist árið 2029 og heimurinn er allt öðruvísi en við höfum áður séð í X-myndunum. Ofurhetjuteymið er löngu horfið, titilpersónan starfar núna sem bílstjóri og lætur lítið fyrir sér fara. Til að bæta gráu ofan á svart er maðurinn drykkfelldur og með takmarkaðan lífsvilja. Dag einn er honum gefið það verkefni að flytja dularfulla, mállausa stúlku þvert yfir landið, en fljótlega kemur í ljós að það mun ekki reynast áhættulaust verkefni. Það sem í fyrstu hljómar eins og dæmigerð vega(hasar)mynd reynist á endanum vera merkilega þýðingarmikil, falleg en ekki síður grimm saga sem tekur á dauðleika, aflausn og syndum feðranna. Leikstjórinn James Mangold sækir innblástur frá myndum á borð við Unforgiven, Children of Men og meira að segja Mad Max: Beyond Thunderdome. En að þessu frátöldu er það einfaldlega flugbeitt og áhrifaríkt handrit sem keyrir þessa sögu. Mangold gætir þess að leggja áherslu á smáatriði hjá persónunum án þess að útskýra hlutina fullmikið.Dafne Keen stóð sig vel í hlutverki hinnar mállausu Lauru.NORDICPHOTOS/AFPOfbeldi spilar líka stóran hluta og 16 ára aldursstimpillinn er nýttur til hins ítrasta. Mangold er hins vegar ekki að leita eftir því að áhorfendur reki stöðugt hnefann upp í loftið að gefnu tilefni, þó hetjurnar fái að sjálfsögðu sín augnablik. Hér kemur þó eitthvað fram sem ofurhetjumyndir eru minna fyrir að sýna, sem er að ofbeldi hefur ljótar afleiðingar og við finnum fyrir þeim út söguna og hvernig atburðirnir hemla og móta karakterana. Tengsl og sambönd þeirra eiga allan forgang. Öflugur hasar og tilheyrandi brellur eru í öðru sæti, en koma prýðilega út engu að síður. Hugh Jackman er auðvitað þrælvanur fígúrunni og fer létt með að rúlla upp eldri, bugaðri gerðinni af Wolverine. Handritið býður líka upp á það að leyfa honum að finna nýja, dýpri vinkla á þessu hlutverki. Svipað má segja um Patrick Stewart, leikur hans er áhrifaríkur og hann sýnir aðdáendum seríunnar átakanlegri hliðar á Charles Xavier sem ekki hafa áður sést. Senuþjófur myndarinnar er annars nýstirnið Dafne Keen í hlutverki hinnar mállausu Lauru. Myndin hefði auðveldlega getað molnað í sundur með rangri leikkonu í þessu hlutverki en Keen hefur bæði þá hörku og mýkt sem þarf til þess að gæða persónuna heilmiklu lífi og með eftirminnilegum hætti. Þegar allt kemur til alls er Logan svo miklu meira en „bara ofurhetjumynd“ og gengur sagan alveg upp þó viðkomandi þekki ekki X-Men seríuna. Hún er ekki hnökralaus en gallarnir eru smáir (til að mynda passar lokalagið með Johnny Cash ekki alveg við endi myndarinnar) og draga ekkert úr krafti framvindunnar. Útkoman tekur ekki bara fyrri Wolverine-myndirnar léttilega í nefið heldur er þetta albesta myndin í seríunni sem hún tilheyrir. Ef þetta á að vera síðasta skiptið þar sem Jackman spreytir sig í hlutverkinu er þetta stórglæsilegur og grípandi svanasöngur hjá kappanum.Niðurstaða: Flott handrit og spennandi saga tryggir það að Wolverine hefur aldrei verið beittari á hvíta tjaldinu, eða tilfinningaríkari.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira