Enski boltinn

Mings í fimm leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mings missir af næstu fimm leikjum Bournemouth.
Mings missir af næstu fimm leikjum Bournemouth. vísir/getty
Tyrone Mings, varnarmaður Bournemouth, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að stíga á höfuðið á Zlatan Ibrahimovic, framherja Manchester United, í leik liðanna á laugardaginn.

Mings steig á höfuðið á Svíanum undir lok fyrri hálfleiks. Nokkru síðar hefndi Zlatan sín með því að gefa Mings olnbogaskot. Hvorugur þeirra fékk refsingu hjá Kevin Friend, dómara leiksins.

Í gær var Zlatan úrskurðaður í þriggja leikja bann en United áfrýjaði ekki. Það gerði Bournemouth hins vegar en hafði ekki erindi sem erfiði.

Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. Bournemouth er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Búið að kæra Zlatan og Mings

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Man. Utd, og Tyrone Mings, leikmaður Bournemouth, gætu átt yfir höfði sér leikbann.

Carragher: Mings átti höggið skilið

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, segir að Tyrone Mings hafi átti olnbogaskotið sem Zlatan Ibrahimovic gaf honum í 1-1 jafntefli Manchester United og Bournemouth skilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×