Pawel harðorður á þingi: Kosningafnykur af samþykkt samgönguáætlunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2017 16:01 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. vísir/anton brink Annan daginn í röð við upphaf þingfundar á Alþingi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar athugasemdir við orð sem Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, lét falla í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í gær um „siðlaust“ og „stjórnlaust“ þing í tengslum við samþykkt samgönguáætlunar í október síðastliðnum og síðan í tengslum við fjárlög þessa árs þar sem ekki var gert ráð fyrir jafnmiklum fjármunum í samgönguúrbætur og samþykkt var í samgönguáætlun. Kölluðu þingmenn stjórnarandstöðunnar meðal annars eftir upplýsingum frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, varðandi það hvort hann hefði rætt við ráðherrann vegna þessara orða. Kvaðst hún hafa átt samtal við Benedikt og bent honum á umræðuna á þingi í gær. Þá benti hún á að fjármálaráðherra verður í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. Ekki fór mikið fyrir þingmönnum meirihlutans í umræðunni en Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og samflokksmaður fjármálaráðherra, kvaddi sér þó hljóðs: „Ég verð þá að svara því að mér finnst persónulega ef Alþingi Íslendinga ákveður að þenja út samgönguáætlun tveimur vikum fyrir kosningar þá hefur það auðvitað þau áhrif að það eykur vinsældir þeirra flokka sem eru á þingi á kostnað þeirra flokka sem eru þar ekki. Mér finnst það ekki til eftirbreytni, sérstaklega ef einhverjir þingmenn, og þeir taka það þá til sín sem eiga, að hugsanlega verði ekki staðið við það sem þar er, og það taka þeir til sín sem eiga. En við slíkar aðstæður þá finnst mér það ekki til eftirbreytni en ég verð þá að leyfa hæstvirtum fjármálaráðherra að svara fyrir það orðaval, hvernig hann orðar það.“Hafnaði því að popúlismi hafi ráðið för Það er ekki ofsögum sagt að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi brugðist hart við orðum Pawel en nokkrir þingmenn sátu á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt og svo aftur þegar fjárlög ársins 2017 voru samþykkt. Á meðal þeirra er Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna: „Ég get ekki orða bundist eftir síðustu ræðu því háttvirt Alþingi er auðvitað komið út á mjög svo hættulega braut ef þeir sem á eftir koma eru ekki bundnir af neinu af því sem hefur verið gert á undangengnum þingum. [...] Það Alþingi sem tekur við eftir kosningar er að sjálfsögðu alltaf bundið af þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þá þurfa að koma til nýjar og breyttar ákvarðanir ef það á að hverfa frá þeirri stefnu. Annað væru að mínu mati fáránleg vinnubrögð og þá erum við komin á mjög hættulegar brautir með lýðræðið.“ Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, var einnig ósátt við orð Pawels: „Þessi ummæli háttvirts þingmanns Pawel Bartoszek að við vorum bara að gera þetta í einhverjum popúlískum leik... Gerir háttvirtur þingmaður sér grein fyrir því hvernig stöðu vegakerfið er í? Það þarf um það bil tíu milljarða bara til þess að viðhalda hringveginum, þjóðvegi 1. Heldur hann virkilega að okkur hafi þótt eitthvað gaman í háttvirtri umhverfis-og samgöngunefnd að taka á móti Vegagerðinni og öllum sveitarfélögunum og sjá fram á það að þessi vegur og hinn vegurinn er að grotna niður? Nei, þetta er andvaraleysi, tilvistarkreppa einhverrar nýfrjálshyggjuríkisstjórnar um það að vilja ekki setja skatta, að vilja ekki eyða í það sem er sameiginlegt,“ sagði Ásta og bætti við að vegakerfið væri sameiginlegt. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00 Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 7. mars 2017 14:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Annan daginn í röð við upphaf þingfundar á Alþingi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar athugasemdir við orð sem Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, lét falla í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í gær um „siðlaust“ og „stjórnlaust“ þing í tengslum við samþykkt samgönguáætlunar í október síðastliðnum og síðan í tengslum við fjárlög þessa árs þar sem ekki var gert ráð fyrir jafnmiklum fjármunum í samgönguúrbætur og samþykkt var í samgönguáætlun. Kölluðu þingmenn stjórnarandstöðunnar meðal annars eftir upplýsingum frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, varðandi það hvort hann hefði rætt við ráðherrann vegna þessara orða. Kvaðst hún hafa átt samtal við Benedikt og bent honum á umræðuna á þingi í gær. Þá benti hún á að fjármálaráðherra verður í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. Ekki fór mikið fyrir þingmönnum meirihlutans í umræðunni en Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og samflokksmaður fjármálaráðherra, kvaddi sér þó hljóðs: „Ég verð þá að svara því að mér finnst persónulega ef Alþingi Íslendinga ákveður að þenja út samgönguáætlun tveimur vikum fyrir kosningar þá hefur það auðvitað þau áhrif að það eykur vinsældir þeirra flokka sem eru á þingi á kostnað þeirra flokka sem eru þar ekki. Mér finnst það ekki til eftirbreytni, sérstaklega ef einhverjir þingmenn, og þeir taka það þá til sín sem eiga, að hugsanlega verði ekki staðið við það sem þar er, og það taka þeir til sín sem eiga. En við slíkar aðstæður þá finnst mér það ekki til eftirbreytni en ég verð þá að leyfa hæstvirtum fjármálaráðherra að svara fyrir það orðaval, hvernig hann orðar það.“Hafnaði því að popúlismi hafi ráðið för Það er ekki ofsögum sagt að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi brugðist hart við orðum Pawel en nokkrir þingmenn sátu á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt og svo aftur þegar fjárlög ársins 2017 voru samþykkt. Á meðal þeirra er Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna: „Ég get ekki orða bundist eftir síðustu ræðu því háttvirt Alþingi er auðvitað komið út á mjög svo hættulega braut ef þeir sem á eftir koma eru ekki bundnir af neinu af því sem hefur verið gert á undangengnum þingum. [...] Það Alþingi sem tekur við eftir kosningar er að sjálfsögðu alltaf bundið af þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þá þurfa að koma til nýjar og breyttar ákvarðanir ef það á að hverfa frá þeirri stefnu. Annað væru að mínu mati fáránleg vinnubrögð og þá erum við komin á mjög hættulegar brautir með lýðræðið.“ Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, var einnig ósátt við orð Pawels: „Þessi ummæli háttvirts þingmanns Pawel Bartoszek að við vorum bara að gera þetta í einhverjum popúlískum leik... Gerir háttvirtur þingmaður sér grein fyrir því hvernig stöðu vegakerfið er í? Það þarf um það bil tíu milljarða bara til þess að viðhalda hringveginum, þjóðvegi 1. Heldur hann virkilega að okkur hafi þótt eitthvað gaman í háttvirtri umhverfis-og samgöngunefnd að taka á móti Vegagerðinni og öllum sveitarfélögunum og sjá fram á það að þessi vegur og hinn vegurinn er að grotna niður? Nei, þetta er andvaraleysi, tilvistarkreppa einhverrar nýfrjálshyggjuríkisstjórnar um það að vilja ekki setja skatta, að vilja ekki eyða í það sem er sameiginlegt,“ sagði Ásta og bætti við að vegakerfið væri sameiginlegt.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00 Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 7. mars 2017 14:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07
Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00
Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 7. mars 2017 14:27