Fótbolti

Níu breytingar frá Spánarleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir heldur sæti sínu í byrjunarliðinu.
Fanndís Friðriksdóttir heldur sæti sínu í byrjunarliðinu. vísir/epa
Freyr Alexandersson hefur valið byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins fyrir leikinn gegn Kína um 9. sætið á Algarve-mótinu.

Freyr gerir níu breytingar á byrjunarliðinu frá markalausa jafnteflinu gegn Spáni á mánudaginn.

Anna Björk Kristjánsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir eru þær einu sem halda sætum sínum í byrjunarliðinu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir fá tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á mótinu. Sara Björk Gunnarsdóttir og Elín Metta Jensen, sem byrjuðu fyrstu þrjá leikina, byrja á bekknum í kvöld.

Þá mun íslenska liðið spila 4-2-3-1 í leiknum í kvöld en ekki 3-4-3 eins og í síðustu tveimur leikjum.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarliðið:

Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vörn: Rakel Hönnudóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Miðja: Guðmunda Brynja Óladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir

Sókn: Margrét Lára Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×