Daði er ekki beint forfallinn Eurovision aðdáandi Guðný Hrönn skrifar 8. mars 2017 09:45 Daði og Gagnamagnið keppa með fremur óvenjulegt atriði í Söngvakeppninni. Mynd/Mummi Lú Daði Freyr Pétursson hefur undanfarið vekið mikla athygli með því að gera ábreiður af eldri Eurovision-lögum sem hann deilir á Facebook. Hann kveðst hafa gaman af því að gera ábreiður og planið er að gera eitt lag til viðbótar. „Af því að ég er að taka þátt í Söngvakeppninni þá langaði mig að gera þessi „cover“-lög til að vekja á mér athygli og kynna okkur. Það hefur gengið alveg rosalega vel og viðbrögðin við þessu hafa verið miklu meiri en ég þorði að vona. Strax daginn eftir varð þetta algjör sprenging,“ segir Daði sem er búinn að gera ábreiðu af lögunum Gleðibankinn, Is It True og All Out of Luck. „Ég var svo búinn að lofa að gera eitt í viðbót en ég veit ekki hvort ég kemst í það fyrir helgina. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvaða lag það verður en ég er búinn að fá fullt af tillögum inn.“ Aðspurður hvort hann sé forfallinn Eurovision-aðdáandi segir Daði: „Ekki beint, en ég er alveg týpan sem fer í Eurovision-partí. Ég get samt ekki sagt að ég sé týpan sem fylgist með öllu sem tengist keppninni samt. En það er alltaf skothelt gott kvöld að hitta vini sína til að horfa á Eurovision og fara svo út að dansa.“ Daða hafði aldrei dottið í hug að hann myndi einhvern tíma standa á sviðinu í Söngvakeppninni í von um að komast út í Eurovision. „Nei, en mér hafði alveg dottið í hug að senda inn lag. Mér datt samt ekki í hug að það yrði ég sjálfur sem myndi syngja það. Ég ætlaði ekki upprunalega að syngja þetta lag en þetta þróaðist bara svona og ég sé ekkert eftir að hafa sungið lagið.“ „Devine með Sebastian Tellier,“ segir Daði aðspurður hvert hans uppáhalds Eurovision-lag sé. „Ég held að það sé eina Eurovision-lagið sem ég hef í svona í alvöru hlustað á. Og reyndar hef ég aðeins séð á netinu að fólk er að líkja mínu lagi við hans lag, sem er bara skemmtilegt. Mér þykir mjög gaman að heyra það,“ segir Daði.Ekki dæmigert Eurovision-atriðiÞað er óhætt að segja að framlag Daða í Söngvakeppninni er ekki hið dæmigerða Eurovision-lag en Daði er viss um að það verði honum til framdráttar. „Ég held að það sjáist alveg í atriðinu okkar að við erum ekki að fara hina klassísku Eurovision-leið. Við erum bara að reyna að hafa þetta skemmtilegt. Sem þetta hefur verið og það er svo gaman að vera í þessu með vinum sínum,“ útskýrir Daði. „Ég hef alveg orðið var við að fólk er að segjast aldrei hafa kosið í Söngvakeppninni áður en það kaus mitt lag. Það er mjög skemmtilegt að heyra það.“Daði Freyr keppir með lagið Hvað með það í Söngvakeppninni. Vísir/Stefán „Þetta eru ekkert prófessjónal dansarar sko. Þetta eru bara vinir mínir,“ segir Daði spurður nánar út í hópinn sem er honum til halds og trausts á sviðinu. „Í hópnum er fólk sem ég hef kynnst í FSU og einn var með mér í grunnskóla. Svo er kærasta mín með mér í þessu, við erum búin að vera saman í sex ár, og svo er litla systir mín í bakröddum.“ En við hverju getur fólk búist við að sjá þegar Daði stígur á svið á laugardaginn? „Atriðið okkar verður alveg svipað og það hefur verið hingað til, en þetta kemur allt betur í ljós á föstudaginn. Við erum með nokkrar hugmyndir sem við ætlum að prófa. Þetta er náttúrulega stærra svið og meiri möguleikar,“ segir Daði um kvöldið sem verður haldið í Laugardalshöllinni. Daði kveðst ekki vera stressaður fyrir kvöldinu, alla vega ekki enn. „Nei, en ég var samt svolítið stressaður fyrir undankvöldinu um seinustu helgi því ég vissi ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta. En svo þegar ég sá að fólki fannst þetta skemmtilegt, þá var þetta bara auðvelt. En það kemur örugglega eitthvað stress á laugardaginn. Við erum líka síðust á svið, þannig að það á eftir að byggjast upp eitthvað stress þegar allir hinir eru að flytja sín atriði.“ Fram undan hjá Daða er svo að ljúka BA-náminu sem hann stundar við dBs Music-skólann í Berlín. „Ég á tvo mánuði eftir af náminu. Ég er bara að fara á fullt að skrifa ritgerðir og klára verkefni. En ég veit ekki alveg hvernig þetta fer ef við vinnum þessa keppni, það er bara seinni tíma vandamál,“ segir Daði sem stefnir svo á að koma sér inn í kvikmyndatónlist í náinni framtíð. Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira
Daði Freyr Pétursson hefur undanfarið vekið mikla athygli með því að gera ábreiður af eldri Eurovision-lögum sem hann deilir á Facebook. Hann kveðst hafa gaman af því að gera ábreiður og planið er að gera eitt lag til viðbótar. „Af því að ég er að taka þátt í Söngvakeppninni þá langaði mig að gera þessi „cover“-lög til að vekja á mér athygli og kynna okkur. Það hefur gengið alveg rosalega vel og viðbrögðin við þessu hafa verið miklu meiri en ég þorði að vona. Strax daginn eftir varð þetta algjör sprenging,“ segir Daði sem er búinn að gera ábreiðu af lögunum Gleðibankinn, Is It True og All Out of Luck. „Ég var svo búinn að lofa að gera eitt í viðbót en ég veit ekki hvort ég kemst í það fyrir helgina. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvaða lag það verður en ég er búinn að fá fullt af tillögum inn.“ Aðspurður hvort hann sé forfallinn Eurovision-aðdáandi segir Daði: „Ekki beint, en ég er alveg týpan sem fer í Eurovision-partí. Ég get samt ekki sagt að ég sé týpan sem fylgist með öllu sem tengist keppninni samt. En það er alltaf skothelt gott kvöld að hitta vini sína til að horfa á Eurovision og fara svo út að dansa.“ Daða hafði aldrei dottið í hug að hann myndi einhvern tíma standa á sviðinu í Söngvakeppninni í von um að komast út í Eurovision. „Nei, en mér hafði alveg dottið í hug að senda inn lag. Mér datt samt ekki í hug að það yrði ég sjálfur sem myndi syngja það. Ég ætlaði ekki upprunalega að syngja þetta lag en þetta þróaðist bara svona og ég sé ekkert eftir að hafa sungið lagið.“ „Devine með Sebastian Tellier,“ segir Daði aðspurður hvert hans uppáhalds Eurovision-lag sé. „Ég held að það sé eina Eurovision-lagið sem ég hef í svona í alvöru hlustað á. Og reyndar hef ég aðeins séð á netinu að fólk er að líkja mínu lagi við hans lag, sem er bara skemmtilegt. Mér þykir mjög gaman að heyra það,“ segir Daði.Ekki dæmigert Eurovision-atriðiÞað er óhætt að segja að framlag Daða í Söngvakeppninni er ekki hið dæmigerða Eurovision-lag en Daði er viss um að það verði honum til framdráttar. „Ég held að það sjáist alveg í atriðinu okkar að við erum ekki að fara hina klassísku Eurovision-leið. Við erum bara að reyna að hafa þetta skemmtilegt. Sem þetta hefur verið og það er svo gaman að vera í þessu með vinum sínum,“ útskýrir Daði. „Ég hef alveg orðið var við að fólk er að segjast aldrei hafa kosið í Söngvakeppninni áður en það kaus mitt lag. Það er mjög skemmtilegt að heyra það.“Daði Freyr keppir með lagið Hvað með það í Söngvakeppninni. Vísir/Stefán „Þetta eru ekkert prófessjónal dansarar sko. Þetta eru bara vinir mínir,“ segir Daði spurður nánar út í hópinn sem er honum til halds og trausts á sviðinu. „Í hópnum er fólk sem ég hef kynnst í FSU og einn var með mér í grunnskóla. Svo er kærasta mín með mér í þessu, við erum búin að vera saman í sex ár, og svo er litla systir mín í bakröddum.“ En við hverju getur fólk búist við að sjá þegar Daði stígur á svið á laugardaginn? „Atriðið okkar verður alveg svipað og það hefur verið hingað til, en þetta kemur allt betur í ljós á föstudaginn. Við erum með nokkrar hugmyndir sem við ætlum að prófa. Þetta er náttúrulega stærra svið og meiri möguleikar,“ segir Daði um kvöldið sem verður haldið í Laugardalshöllinni. Daði kveðst ekki vera stressaður fyrir kvöldinu, alla vega ekki enn. „Nei, en ég var samt svolítið stressaður fyrir undankvöldinu um seinustu helgi því ég vissi ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta. En svo þegar ég sá að fólki fannst þetta skemmtilegt, þá var þetta bara auðvelt. En það kemur örugglega eitthvað stress á laugardaginn. Við erum líka síðust á svið, þannig að það á eftir að byggjast upp eitthvað stress þegar allir hinir eru að flytja sín atriði.“ Fram undan hjá Daða er svo að ljúka BA-náminu sem hann stundar við dBs Music-skólann í Berlín. „Ég á tvo mánuði eftir af náminu. Ég er bara að fara á fullt að skrifa ritgerðir og klára verkefni. En ég veit ekki alveg hvernig þetta fer ef við vinnum þessa keppni, það er bara seinni tíma vandamál,“ segir Daði sem stefnir svo á að koma sér inn í kvikmyndatónlist í náinni framtíð.
Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira