Enski boltinn

Arsenal hefur oft tapað mjög illa undir stjórn Wengers en hvert er versta tapið?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger átti erfitt gærkvöld.
Arsene Wenger átti erfitt gærkvöld. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, á fyrirsagnir dagsins og bara af röngum ástæðum. Skytturnar létu Bayern München valta yfir sig öðru sinni, 5-1, í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og töpuðu samanlagt, 10-2.

Til að bæta gráu ofan á svart datt Wenger í hug að segja eftir leik: „Mér fannst við gera vel en vorum afar óheppnir með sumar ákvarðanir dómarans. Það er erfitt að skilja þetta.“

Frakkinn hefur á 21 árs löngum ferli sem knattspyrnustjóri Arsenal tapað mörgum sinnum ansi illa. Ekki hafa töpin alltaf verið stór en samt ansi slæm eins og í úrslitaleik deildabikarsins á móti Birmingham árið 2011. Birmingham féll úr deildinni sama ár.

Sky Sports er búið að setja upp kosningu um hvert er versta tap Wengers á ferlinum og þar trónir á toppnum hið víðfræga 8-1 tap Frakkans á móti Manchester United árið 2011.

Annað risatap, 6-0 á móti Chelsea, frá árinu 2014 er í öðru sæti sem stendur og Bayern-tapið í gær er í þriðja sæti en kosningin er rétt svo farin af stað.

Hér má sjá öll töpin sem koma til greina og taka þátt.


Tengdar fréttir

Wenger: Spiluðum mjög vel

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gagnrýndi gríska dómarann Tasos Sidiropoulos eftir 1-5 stórtap liðsins fyrir Bayern München í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×