Sérstakir skattar minnka virði bankanna um allt að 280 milljarða Hörður Ægisson skrifar 8. mars 2017 08:00 Landsbankinn er að 98 prósenta hluta í eigu ríkisins og nam eigið fé bankans 251 milljarði í árslok 2016. Þeir sérstöku skattar sem leggjast á íslensk fjármálafyrirtæki munu að óbreyttu rýra heildarvirði bankakerfisins um allt að 280 milljarða króna. Verði hins vegar af áformum stjórnvalda um lækkun svonefnds bankaskatts í þrepum á árunum 2020 til 2023 – skatthlutfallið á skuldir fjármálastofnana lækki þá úr 0,376% í 0,145% – þá nemur virðisrýrnunin tæplega 150 milljörðum króna. Þetta kemur fram í útreikningum sem birtast í Hnotskurn, fyrsta ritinu í nýrri ritröð Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), en á árinu 2016 námu greiðslur íslenskra fjármálafyrirtækja vegna sérstakra skatta samtals um 15 milljörðum. „Ekkert Evrópuríki hefur lagt á bankaskatt, skatt á launagreiðslur og viðbótarskatt á hagnað fjármálafyrirtækja eins og gert hefur verið hér á landi,“ segir í ritinu, en höfundur þess er Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF. Þessir þrír skattar skiluðu um tveimur prósentum af heildartekjum ríkissjóðs í fyrra og samsvara um 0,6 prósentum af landsframleiðslu Íslands. Mestu munar um bankaskattinn en hann er um tíu sinnum hærri hér á landi en almennt tíðkast hjá þeim Evrópulöndum sem á annað borð leggja á slíkan skatt.Íslenska ríkið fer með eignarhald á stærstum hluta fjármálakerfisins en miðað við núverandi eigið fé bankanna nemur samanlagður eiginfjárhlutur ríkisins í stóru bönkunum þremur um 480 milljörðum. Samkvæmt nýbirtum drögum að eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins stendur til, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að selja 13 prósenta hlut í Arion banka og 100 prósent í Íslandsbanka en halda eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Fyrirséð er að endurheimtur ríkissjóðs verða umtalsvert minni en ella við fyrirhugaða sölu á bönkunum vegna sérstöku skattanna sem þeir greiða enda hafa skattarnir þau áhrif að minnka verulega arðsemi af rekstri.Skatturinn hækkaður 2013 Í riti SFF er bent á að enginn af þeim sérstöku sköttum sem nú gilda um fjármálafyrirtæki er tímabundinn. Bankaskatturinn, sem leggst á skuldir fjármálastofnana, var síðast hækkaður úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent árið 2013 til að standa straum af kostnaði við leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána og um leið var undanþága slitabúa gömlu bankanna til að greiða skattinn afnumin. Í ríkisfjármálaáætlun sem var afgreidd á Alþingi á síðasta ári kom fram að hefja ætti lækkun bankaskattsins á árinu 2020 í fjórum áföngum niður í 0,145 prósent. Þessi áform hafa þó ekki verið lögfest. Í greiningu Yngva er með tvennum hætti lagt mat á þau áhrif sem hinir sérstöku skattar hafa á virði bankanna. Annars vegar er gengið út frá því að þessir skattar verði til staðar ótímabundið og hins vegar er miðað við að bankaskatturinn lækki í þrepum frá og með 2020 í samræmi við ríkisfjármálaáætlun. Aðferðin sem er notuð felst í því að núvirða áætlaðar skattgreiðslur bankanna og að greiðslurnar haldist óbreyttar frá því sem þær voru árið 2016. Við núvirðinguna er stuðst við ávöxtunarkröfu á löngum óverðtryggðum ríkisskuldabréfum, sem nú er um 5,1 prósent.Samkvæmt þeim niðurstöðum sem kynntar eru í ritinu gætu áhrif sérstakra skatta á virði bankanna verið á bilinu 148 til 276 milljarðar króna. Til samanburðar nam bókfært eigið fé bankanna um 700 milljörðum í árslok 2016. Yngvi Örn bendir á það í ritinu að ef áform stjórnvalda ganga eftir, að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins í 0,145 prósent, sem neðri mörkin miðast við, þá er það hlutfall nærri því sem gert er ráð fyrir að bankar og önnur fjármálafyrirtæki greiði til skilameðferðarsjóða innan ESB fram til ársins 2023.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þeir sérstöku skattar sem leggjast á íslensk fjármálafyrirtæki munu að óbreyttu rýra heildarvirði bankakerfisins um allt að 280 milljarða króna. Verði hins vegar af áformum stjórnvalda um lækkun svonefnds bankaskatts í þrepum á árunum 2020 til 2023 – skatthlutfallið á skuldir fjármálastofnana lækki þá úr 0,376% í 0,145% – þá nemur virðisrýrnunin tæplega 150 milljörðum króna. Þetta kemur fram í útreikningum sem birtast í Hnotskurn, fyrsta ritinu í nýrri ritröð Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), en á árinu 2016 námu greiðslur íslenskra fjármálafyrirtækja vegna sérstakra skatta samtals um 15 milljörðum. „Ekkert Evrópuríki hefur lagt á bankaskatt, skatt á launagreiðslur og viðbótarskatt á hagnað fjármálafyrirtækja eins og gert hefur verið hér á landi,“ segir í ritinu, en höfundur þess er Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF. Þessir þrír skattar skiluðu um tveimur prósentum af heildartekjum ríkissjóðs í fyrra og samsvara um 0,6 prósentum af landsframleiðslu Íslands. Mestu munar um bankaskattinn en hann er um tíu sinnum hærri hér á landi en almennt tíðkast hjá þeim Evrópulöndum sem á annað borð leggja á slíkan skatt.Íslenska ríkið fer með eignarhald á stærstum hluta fjármálakerfisins en miðað við núverandi eigið fé bankanna nemur samanlagður eiginfjárhlutur ríkisins í stóru bönkunum þremur um 480 milljörðum. Samkvæmt nýbirtum drögum að eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins stendur til, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að selja 13 prósenta hlut í Arion banka og 100 prósent í Íslandsbanka en halda eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Fyrirséð er að endurheimtur ríkissjóðs verða umtalsvert minni en ella við fyrirhugaða sölu á bönkunum vegna sérstöku skattanna sem þeir greiða enda hafa skattarnir þau áhrif að minnka verulega arðsemi af rekstri.Skatturinn hækkaður 2013 Í riti SFF er bent á að enginn af þeim sérstöku sköttum sem nú gilda um fjármálafyrirtæki er tímabundinn. Bankaskatturinn, sem leggst á skuldir fjármálastofnana, var síðast hækkaður úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent árið 2013 til að standa straum af kostnaði við leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána og um leið var undanþága slitabúa gömlu bankanna til að greiða skattinn afnumin. Í ríkisfjármálaáætlun sem var afgreidd á Alþingi á síðasta ári kom fram að hefja ætti lækkun bankaskattsins á árinu 2020 í fjórum áföngum niður í 0,145 prósent. Þessi áform hafa þó ekki verið lögfest. Í greiningu Yngva er með tvennum hætti lagt mat á þau áhrif sem hinir sérstöku skattar hafa á virði bankanna. Annars vegar er gengið út frá því að þessir skattar verði til staðar ótímabundið og hins vegar er miðað við að bankaskatturinn lækki í þrepum frá og með 2020 í samræmi við ríkisfjármálaáætlun. Aðferðin sem er notuð felst í því að núvirða áætlaðar skattgreiðslur bankanna og að greiðslurnar haldist óbreyttar frá því sem þær voru árið 2016. Við núvirðinguna er stuðst við ávöxtunarkröfu á löngum óverðtryggðum ríkisskuldabréfum, sem nú er um 5,1 prósent.Samkvæmt þeim niðurstöðum sem kynntar eru í ritinu gætu áhrif sérstakra skatta á virði bankanna verið á bilinu 148 til 276 milljarðar króna. Til samanburðar nam bókfært eigið fé bankanna um 700 milljörðum í árslok 2016. Yngvi Örn bendir á það í ritinu að ef áform stjórnvalda ganga eftir, að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins í 0,145 prósent, sem neðri mörkin miðast við, þá er það hlutfall nærri því sem gert er ráð fyrir að bankar og önnur fjármálafyrirtæki greiði til skilameðferðarsjóða innan ESB fram til ársins 2023.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira