Akureyri harmar ákvörðun dómara á lokasekúndunum í leiknum gegn FH Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2017 17:00 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/getty Akureyri handboltafélag hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað á lokasekúndunum í leik FH og Akureyrar í Olís-deild karla á sunnudaginn. Akureyringar eru afar ósáttir við dómaraparið Ramunas Mikalonis og Þorleif Árna Björnsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson í atvikinu sem má sjá á myndbandinu hér að neðan. Atvikið hefst á 1:30:00 í myndbandinu. Mindaugas Dumcius, leikmaður Akureyrar, minnkaði muninn í 30-29 þegar um hálf mínúta var til leiksloka. FH-ingar fóru í sókn og þegar þrjár sekúndur voru eftir var boltinn dæmdur af þeim. „Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ,“ segir í yfirlýsingu Akureyrar. „Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa.“ Brynjar Hólm Grétarsson tók síðasta skotið en Birkir Fannar Bragason, markvörður FH, varði. Lokatölur því 30-29, FH í vil. Akureyri situr á botni deildarinnar með 15 stig þegar sex umferðum er ólokið. FH er hins vegar í 2. sæti með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hauka.Yfirlýsing stjórnar Akureyrar handboltafélags: Stjórn Akureyrar handboltafélags harmar ákvörðun dómara og eftirlitsmanns vegna atviks sem átti sér stað á síðustu sekúndum í jöfnum leik FH og Akureyrar laugardaginn 4. mars s.l. Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ. Brotið fólst í því að setja ekki boltann beint niður þegar búið var að flauta til marks um að boltinn hafi verið dæmdur af sóknarliðinu. Hér er um að ræða skýrar reglur sem dómarar og eftirlitsmenn eiga að hafa á hreinu og voru þessar reglur settar til að koma í veg fyrir svona brot á síðustu sekúndunum leiks, svo að liðið sem brýtur hagnist ekki. Í svona tilvikum á tafarlaust að dæma víti og rautt spjald. Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa. Þetta sést allt greinilega á upptöku frá leiknum. Stjórn Akureyrar Handboltafélags harmar svona vinnubrögð ekki síst í ljósi þess að deildin er mjög jöfn og 1 stig getur skipt öllu máli í lok tímabils, bæði á toppi og botni deildarinnar. Of mörg dæmi eru um slæm dómaramistök í Olís-deildinni í vetur og leitt þegar svona mistök geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Allir gera sér þó grein fyrir því að öll erum við mannleg og gerum mistök en þá er mikilvægt að viðurkenna mistökin, læra af þeim og reyna að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Starf eftirlitsmanns á að vera skýrt samkvæmt 18.gr. reglugerðar HSÍ um mótamál: „Sjái eftirlitsmaður eitthvað athugavert við framkvæmd leiks skal hann skila þar til gerðri skýrslu um það til mótanefndar. Eftirlitsmaður skal skila inn skýrslu til dómaranefndar sem sýnir mat hans á störfum dómara í leiknum en hann hefur ekki lögsögu með því sem dómarar ákveða og byggt er á mati þeirra á stöðunni í leiknum.“ Í þessu tilviki voru dómarar og eftirlitsmaður ósammála og eftirlitsmaðurinn réði dómnum. Það hefur alltaf verið okkar skilningur að dómarar taki ákvarðanir og dæmi það sem gerist í leiknum. Virðingarfyllst, Stjórn Akureyrar Handboltafélags Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingar komnir á toppinn FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag. 5. mars 2017 17:33 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Akureyri handboltafélag hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað á lokasekúndunum í leik FH og Akureyrar í Olís-deild karla á sunnudaginn. Akureyringar eru afar ósáttir við dómaraparið Ramunas Mikalonis og Þorleif Árna Björnsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson í atvikinu sem má sjá á myndbandinu hér að neðan. Atvikið hefst á 1:30:00 í myndbandinu. Mindaugas Dumcius, leikmaður Akureyrar, minnkaði muninn í 30-29 þegar um hálf mínúta var til leiksloka. FH-ingar fóru í sókn og þegar þrjár sekúndur voru eftir var boltinn dæmdur af þeim. „Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ,“ segir í yfirlýsingu Akureyrar. „Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa.“ Brynjar Hólm Grétarsson tók síðasta skotið en Birkir Fannar Bragason, markvörður FH, varði. Lokatölur því 30-29, FH í vil. Akureyri situr á botni deildarinnar með 15 stig þegar sex umferðum er ólokið. FH er hins vegar í 2. sæti með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hauka.Yfirlýsing stjórnar Akureyrar handboltafélags: Stjórn Akureyrar handboltafélags harmar ákvörðun dómara og eftirlitsmanns vegna atviks sem átti sér stað á síðustu sekúndum í jöfnum leik FH og Akureyrar laugardaginn 4. mars s.l. Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ. Brotið fólst í því að setja ekki boltann beint niður þegar búið var að flauta til marks um að boltinn hafi verið dæmdur af sóknarliðinu. Hér er um að ræða skýrar reglur sem dómarar og eftirlitsmenn eiga að hafa á hreinu og voru þessar reglur settar til að koma í veg fyrir svona brot á síðustu sekúndunum leiks, svo að liðið sem brýtur hagnist ekki. Í svona tilvikum á tafarlaust að dæma víti og rautt spjald. Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa. Þetta sést allt greinilega á upptöku frá leiknum. Stjórn Akureyrar Handboltafélags harmar svona vinnubrögð ekki síst í ljósi þess að deildin er mjög jöfn og 1 stig getur skipt öllu máli í lok tímabils, bæði á toppi og botni deildarinnar. Of mörg dæmi eru um slæm dómaramistök í Olís-deildinni í vetur og leitt þegar svona mistök geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Allir gera sér þó grein fyrir því að öll erum við mannleg og gerum mistök en þá er mikilvægt að viðurkenna mistökin, læra af þeim og reyna að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Starf eftirlitsmanns á að vera skýrt samkvæmt 18.gr. reglugerðar HSÍ um mótamál: „Sjái eftirlitsmaður eitthvað athugavert við framkvæmd leiks skal hann skila þar til gerðri skýrslu um það til mótanefndar. Eftirlitsmaður skal skila inn skýrslu til dómaranefndar sem sýnir mat hans á störfum dómara í leiknum en hann hefur ekki lögsögu með því sem dómarar ákveða og byggt er á mati þeirra á stöðunni í leiknum.“ Í þessu tilviki voru dómarar og eftirlitsmaður ósammála og eftirlitsmaðurinn réði dómnum. Það hefur alltaf verið okkar skilningur að dómarar taki ákvarðanir og dæmi það sem gerist í leiknum. Virðingarfyllst, Stjórn Akureyrar Handboltafélags
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingar komnir á toppinn FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag. 5. mars 2017 17:33 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
FH-ingar komnir á toppinn FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag. 5. mars 2017 17:33