Erlent

George Michael lést af náttúrulegum orsökum

Atli Ísleifsson skrifar
Söngvarinn lést á jóladag á heimili sínu í Goring-on-Thames í Oxfordskíri, 53 ára að aldri.
Söngvarinn lést á jóladag á heimili sínu í Goring-on-Thames í Oxfordskíri, 53 ára að aldri. Vísir/AFP
Breski söngvarinn George Michael lést af völdum hjarta- og lungnasjúkdómum að sögn dánardómstjóra. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Söngvarinn lést á jóladag á heimili sínu í Goring-on-Thames í Oxfordskíri, 53 ára að aldri. Jarðarfararinnar var seinkað á meðan niðurstöðu rannsóknar dánardómstjóra var beðið.

Dánardómstjórinn Darren Salter segir að Michael hafi verið með hjartavöðvasjúkdóm og fitulifur og þar sem hann hafi látist af náttúrulegum orsökun sé ekki þörf á réttarrannsókn.

Lögregla í Bretlandi greindi frá því þann 30. desember síðastliðinn að krufning á líki söngvarans hafi verið „ófullnægjandi“ og þörf væri á frekari rannsóknum.

Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham. Eftir að sú sveit hætti hóf Michael farsælan sólóferil en fyrsta sólóplata hans, Faith, kom út árið 1987 og seldist hún í yfir 20 milljónum eintaka.

George Michael var listamannsnafn Georgios Kyriacos Panayiotou sem fæddist í Norður-London, 25. júní 1963. Hann seldi meira en 100 milljónir eintaka af plötum á tónlistarferli sem spannaði nærri fjörutíu ár.


Tengdar fréttir

Rennt yfir feril George Michael

Þær sorgarfregnir bárust á jóladag að tónlistarmaðurinn George Michael væri fallinn frá, 53 ára að aldri. Michael snerti við mörgum með tónlist sinni og afrekaði mikið á ævi sinni. Því er ekki úr vegi að stikla á stóru og rifja upp feril þessa magnaða tónlistarmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×