Innlent

Mölvar páskaegg í stórum stíl

Jakob Bjarnar skrifar
Páskaeggin fengu að kenna á manninum sem beinlínis gekk berserksgang í verslun Hagkaups á Eiðistorgi.
Páskaeggin fengu að kenna á manninum sem beinlínis gekk berserksgang í verslun Hagkaups á Eiðistorgi.
Maður nokkur gekk berserksgang í verslun Hagkaups á Eiðistorgi og virðist sem honum sé sérlega illa við páskaegg því þau fá einkum að kenna á reiði hans. Maðurinn hleypur niður heilu páskaeggjastæðurnar eins og sjá má á myndabandsbroti sem birtist hér neðar.

Atvikið átti sér stað um helgina eins og Vísir greindi frá í gærmorgun. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, var handtekinn en hann lét öllum illum látum og henti meðal annars páskaeggjum í lögreglumenn sem reyndu að róa hann. Hann gisti í kjölfarið í fangageymslu.

Vísir reyndi að ná tali af forsvarsmönnum Hagkaups, en var tjáð að aðeins forstjóra fyrirtækisins, Gunnari Inga Sigurðssyni, væri heimilt að tjá sig við fjölmiðla um málefni verslunarinnar.

Gunnar Ingi er staddur erlendis en Vísir sendi til hans fyrirspurn sem snéri að því hvernig það væri fyrir afgreiðslufólk að eiga við atburði sem þessa, hvort þau þyrftu á áfallahjálp að halda og hvort atburðir sem þessir væru algengir? (Fréttin verður uppfærð um leið og svar berst frá forstjóranum.)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×