Erlent

Fjöldi skíðamanna lenti í snjóflóði í frönskum skíðabæ

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórir fórust í snjóflóði í Tignesí síðasta mánuði.
Fjórir fórust í snjóflóði í Tignesí síðasta mánuði. Vísir/AFP
Fjöldi skíðamanna lenti í snjóflóði í franska skíðabænum Tignes í frönsku Ölpunum í morgun.

Talsmaður yfirvalda segir að björgunaraðgerðir standi yfir en aðstæður séu þannig að erfitt sé að meta hve margir hafi lent í flóðinu.

Fjórir fórust í snjóflóði í sama bæ í síðasta mánuði en frá upphafi skíðatímabilsins hafa fjórtán snjóflóð fallið í frönsku Ölpunum og í Pýreneafjöllum, þar sem alls sjö manns hafa látið lífið.

Á síðasta skíðatímabili fórust 21 í 45 snjóflóðum.

Uppfært 11:17:

AFP greinir frá því að enginn hafi látið lífið í snjóflóðinu sem féll í brekku sem flokkuð er sem „auðveld“.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×