Á vef Ferðamálastofu segir að ferðamönnum hafi jafnframt fjölgað mikið milli ára árin á undan en aukningin var 31,2 prósent frá 2013 til 2014, 34,4 prósent frá 2014 til 2015 og 42,9 prósent frá 2015 til 2016.
Frá ársbyrjun hafa 284 þúsund erlendir ferðamenn farið úr landi um Keflavíkurflugvöll, en það er 59,5 prósent aukning miðað við fyrstu tvo mánuði síðasta árs.
„Bandaríkjamenn voru um helmingur ferðamanna en Bretar voru 31,9% og Bandaríkjamenn 19,5% af heildarfjölda. Tíu þjóðerni sem röðuðust þar á eftir voru eftirfarandi:
- Kínverjar 5,7%
- Frakkar 4,5%
- Þjóðverjar 4,4%
- Kanadamenn 3,3%
- Hollendingar 2,1%
- Pólverjar 1,9%
- Japanir 1,8%
- Spánverjar 1,7%
- Danir 1,6%
- Norðmenn 1,4%,
“að því er segir í frétt Ferðamálastofu.